Munur á milli breytinga „Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld“

ekkert breytingarágrip
[[Mynd:Önundarfjörður 03.JPG|thumb|Leifar hvalstöðvarinnar á Sólbakka í Önundarfirði.|401x401dp]]
Lengst af voru [[hvalveiðar]] við Ísland í atvinnuskyni aðeins stundaðar af erlendum þjóðum. Í upphafi 17. aldar voru það [[Baskar]] og [[Holland|Hollendingar]]. Reistu þeir meðal annars [[Strákatangi|hvalstöð á Strákatanga]]. En þegar Baskar fundu upp þá aðferð að geta brætt lýsi um borð í hvalskipum var ekki lengur þörf á að hafa hvalstöðvar og eftir það hættu erlendir hvalveiðimannhvalveiðimenn að hafa viðkomu á Íslandi.<ref>Ragnar Edvardsson og Magnús Rafnsson. (2011). ''Hvalveiðar útlendinga á 17. öld: Fornleifarannsóknir á Strákatanga 2005-2010'', bls. 152-153.</ref>
 
Þó nokkrar þjóðir veiddu hvali á Norður-Atlantshafi á 19.öld, til dæmis Bandaríkjamenn, [[Holland|Hollendingar]] og Norðmenn. Þessar þjóðir reyndu allar að skutla hvali kringum Ísland en svo fór að Norðmenn voru eina þjóðin sem veiddu hvali við Ísland til langframa. Ástæðan var sú að Norðmaðurinn [https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Svend_Foyn&action=edit&redlink=1 Svend Foyn] tvinnaði saman hraða gufubáta og þá aðferð að pumpa lofti í hvali eftir að þeir höfðu verið skutlaðir svo að þeir flutu, en þannig var hægt að veiða hraðsyndari og stærri hvali en áður. Upp frá því var hægt að veiða mun fleiri hvali en mögulegt var að verka á hvalveiðiskipum svo hlutverk landstöðva í verkvinnslu hvala varð aftur þýðingarmikið.<ref>Trausti Einarsson. (1987). ''Hvalveiðar við Ísland 1600-1939'', bls. 45-46.</ref>
584

breytingar