„Hvalveiðar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bauv19 (spjall | framlög)
Bauv19 (spjall | framlög)
Lína 12:
Hvalir voru verðmætt veiðifang frá því að Ísland tók að byggjast. Framan af voru hvalveiðar Íslendinga tækifærisveiðar, fremur en atvinnuveiðar. Íslendingar nýttu að mestu hvalreka og veiddu aðeins hvali í litum mæli fram á 20. öld. Lengst af voru það erlendar þjóðir sem veiddu hvali í atvinnuskyni við Íslandsstrendur. Fyrst voru það [[Baskar]] á [[17. öldin|17. öld]] og síðan Norðmenn 200 árum seinna. Íslendingar fóru hins vegar ekki að veiða hvali í atvinnuskyni fyrr en eftir fyrri heimsstyrjöldina.<ref>Gylfi Björn Helgason. (2015). ''Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld'', bls. 4.</ref>
 
Hvalveiðar erlenda manna á tímabilinu 1600-1915 hafði áhrif á íslenskt samfélag. Gátu Íslendingar til að mynda stundað ólöglega verslun við erlenda hvalveiðimenn á tímum einokunarinnar og kynntu Baskar og Hollendingar Íslendingum meðal annars fyrir tóbaksreykingum.<ref>Magnús Rafnsson. (2015). Cultural Exchange and Socialization in the Westfjords. Í Xabier Irujo og Viola G. Miglio (ritstj.), ''Basque Whaling in Iceland in the XVII Century: Legal Organization, Cultural Exchange and Conflicts of the Basque Fisheries in the North Atlantic'', bls. 307-308.</ref> Þegar norskir hvalveiðimennNorðmenn hófu veiðarhvalveiðar við Ísland á 19. öld kenndu þeir Íslendingum t.d. að reka stórútgerð. Þeir höfðu jafnframt menningarleg og pólitísk áhrif á líf fólks á Íslandi.<ref>Gylfi Björn Helgason. (2015). ''Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld'', bls. 21-26.</ref>
 
''Aðalgrein [[Áhrif erlendra hvalveiðimanna á íslenskt samfélag, 1600-1915]]''
 
=== Hvalveiðar Baska og Hollendinga á 17. öld ===
Áður fyrr var talið að erlendir hvalveiðimenn höfðu ekki byggt landstöðvar á Íslandi og stundað þar lýsisbræðslu. Fornleifarannsóknir hafa þó sýnt að Baskar reistu að minnsta kosti þrjár slíkar á Vestfjörðum á 17. öld, það er á Kóngsey, [[Strákatangi|Strákatanga]] og Strákey.<ref>Ragnar Edvardsson. (2015). The Strákatangi Whaling Project in Strandasýsla: An Archaeological Site in the Westfjords. Í Xabier Irujo og Viola G. Miglio (ritstj.), ''Basque Whaling in Iceland in the XVII Century: Legal Organization, Cultural Exchange and Conflicts of the Basque Fisheries in the North Atlantic'', bls. 325-328.</ref> Á árunum 2005-2010 fór fram fornleifauppgröftur á hvalstöðinni á Strákatanga og var þá meðal annars grafið upp leifar beykihúss (þar sem tunnur voru smíðaðar).<ref>Ragnar Edvardsson og Magnús Rafnsson. (2011). ''Hvalveiðar útlendinga á 17. öld: Fornleifarannsóknir á Strákatanga 2005-2010'', bls. 153-154.</ref> [[Neðansjávarfornleifafræði|Fornleifarannsókn neðansjávar]] sýndi að víkin austan megin á Strákatanga hafði verið hagstætt viðlegupláss fyrir skip og líklega hafi hvalveiðibátar legið þar í höfn.<ref>Ragnar Edvardsson og Magnús Rafnsson. (2011). ''Hvalveiðar útlendinga á 17. öld: Fornleifarannsóknir á Strákatanga 2005-2010'', bls. 160.</ref>
 
''Aðalgrein [[Strákatangi|Hvalstöðin á Strákatangi]]''
[[Mynd:Dvergasteinseyri hafsbotn.jpg|thumb|Hvalbein neðansjávar við hvalstöð Norðmanna á Dvergasteinseyri í Álftafirði.|275x275dp]]
=== Hvalveiðar Norðmanna á 19. öld ===
Norðmenn hófu hvalveiðar við Ísland árið 1883. Fyrst byggðu þeir átta hvalstöðvar á Vestfjörðum. Á liðlega einum áratugi áttu þeir eftir að ganga svo nærri hvalstofninum við Vestfirði að fáir voru eftir á miðunum svo að þeir færðu sig um set til Austurlands í von um betri veiðar.<ref>Gylfi Björn Helgason. (2015). ''Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði'' ''á 19. öld'', bls. 19.</ref> Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld kenndu Íslendingum að reka stórútgerð. Búseta norsku hvalveiðimannanna var þó ætíð umdeild og voru stórhvalaveiðar bannaðar á Íslandi árið 1915 þegar ljóst þótti að hvalstofninn væri að hverfa sökum hvalveiða Norðmanna.<ref>Trausti Einarsson. (1987). ''Hvalveiðar við Ísland 1600-1939'', bls.133-134.</ref>
 
''Aðalgrein [[Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld]]''