Munur á milli breytinga „Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld“

 
=== Sólbakki ===
Hvalstöðin á Sólbakka við [[Önundarfjörður|Önundarfjörð]] var byggð árið 1889 og var ein stærsta hvalstöðin sem norsku hvalveiðimennhvalveiðimennirnir reistu á Vestfjörðum. Árið 1901 varð stöðin eldi að bráð þegar það kviknaði út frá lýsislampa. Fyrir eldsvoðan á Sólbakka höfðu eigendur hvalfélags Sólbakka reist hvalstöð á Asknesi í [[Mjóifjörður (Austfjörðum)|Mjóafirði]] á Austurlandi og eftir brunann á Sólbakka árið 1901 voru allar veiðar fyrirtækisins stundaðar frá Austurlandi.<ref>Trausti Einarsson. (1987). ''Hvalveiðar við Ísland 1600-1939'', bls. 53.</ref>
 
Hvalstöðin á Sólbakka var að mestu eyðilögð fyrir lagninu þjóðvegar á 20. öld. Aðeins múrsteinsstrompur og gufuketill eru nú eftir af stöðinnihvalstöðinni.<ref name=":5">Gylfi Björn Helgason. (2015). ''Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld'', bls. 24.</ref>
 
=== Uppsalaeyri ===
Hvalstöðin á Uppsalaeyri í [[Seyðisfjörður (Ísafjarðardjúpi)|Seyðisfirði]] var reist árið 1897 og meðal eiganda var [[Ásgeirsverslun|Ágeirsverslunin]] á Ísafirði. Umræða var um að færa stöðina til Straumsvíkur í Hafnarfirði við aldamótin 1900, en hætt var við þau áform. Á endanum var hvalstöðinni valinn staður á Svínastekki við [[Reyðarfjörður|Reyðarfjörð]] á Austurlandi og hófust veiðar þar árið 1904.<ref>Trausti Einarsson. (1987). ''Hvalveiðar við Ísland 1600-1939'', bls. 55-56.</ref>
 
Fornleifaskráning sýndi að mikil umsvif höfðu verið á eyrinni þrátt fyrir að hún hafi verið með aflaminnstu hvalstöðum Norðmanna. Í heildina voru sex mannvirki eftir norsku hvalveiðimannanna skráð, þar á meðal leifar tunnapalla, en á þeim voru hvallýsistunnur geymdar. Rúmlega 130 gripir voru skráðir á landi og var langstærsti parturinn af þeim múrsteinbrot úr byggingum hvalstöðvarinnar.<ref name=":1">Gylfi Björn Helgason. (2015). ''Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld'', bls. 14-18.</ref>
 
Hátt í 40 gripir voru skráðir neðansjávar sem tengdust setu hvalveiðimanna á Uppsalaeyri, til að mynda hvalbein, flöskur, keramiksmunir og steinkol.<ref>Gylfi Björn Helgason. (2015). ''Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld'', bls. 26.</ref>[[Mynd:Uppsalaeyri 1900.jpg|thumb|Uppsalaeyri við aldamótin 1900. |290x290px]]Fornleifaskráningin leiddi í ljós að verkun hvala hafi sennilega farið fram á fjörinni sunnan sumarhússins. Frá fjörunni var stutt að fara í bræðsluna sem var byggð á þeim sem stað sem sumarbústaðurinn er nú á. Þegar hvallýsið var tilbúið hefur það verið sett í tunnur og geymt á pöllum rétt vestan við bræðsluna. Syðst á eyrinni hafði verkfærageymslu ásamt [[skipakví]] verið valinn staður.<ref name=":1" />
 
Hvalstöðin liggur undir miklum skemmdun og hefur bræðsluhúsið meðal annars verið rifið fyrir byggingu sumarhús á sama stað. Að auki hefur verið sáð fyrir trjám ofan á leifum tunnupallanna, en rætur trjáa geta valdið skemmdum á minjum sem eru undir jarðveginum. Aðrar minjar hvalveiðimanna á eyrinni eru einnig í talsverði hættu vegna ágangs manna og framkvæmdabyggingaframkvæmda.<ref name=":1" />
 
== Tilvísanir ==
584

breytingar