Munur á milli breytinga „Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld“

 
== Hvalstöðvar Norðmanna á Vestfjörðum ==
Norskir hvalveiðimenn tóku fyrstu skóflustunguna fyrir grunni hvalstöðvar á [[Langeyri]] á Vestfjörðum árið 1883 og rúmum tíu árum síðar höfðu þeir reist alls átta stöðvar þar í kring. Skömmu eftir aldamótin 1900 höfðu þeir þó gengið svo nærri hvalastofninum við Vestfirði að þeir færðu sig til Austurlands í leit nýrra miða.<ref name=":2">Gylfi Björn Helgason. (2015). ''Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld'', bls. 19.</ref>
 
=== Dvergasteinseyri ===
Engin mannvirki eða bátar voru skráð neðansjávar en vestan við tangann var nokkuð um gripi, til að mynda keramik og kol. Ekki var hægt að skrá austan megin við tangann vegna of mikils sjávargróðurs sem hamlaði sýn. Hugsanlegt er þó að gripir kunni að vera á því svæði.<ref name=":6">Gylfi Björn Helgason. (2015). ''Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld'', bls. 24-25.</ref>
 
Hvalstöðin var nær öll eyðilögð vegna túnasléttunar í upphafi 20. aldar. Þrátt fyrir það þykir ljóst eftir að fornleifaskráning var gerð á svæðinu að grunnsævið austan megin tangans var notað sem geymslusvæði fyrir hvali áður en skorið var í þá og þeir bræddir í bræðslunni sem var fundinn staður yst á tanganum. Vestan við bræðsluna var bryggja reist þar sem flutninsskipflutningsskip hvalveiðimanna gátu náð í lýsið og farið með á markaði í Evrópu. Tvær geymslur voru skráðar uppi á landi við bryggjuna, þar af ein kolageymsla.<ref name=":6" />
 
 
=== Sólbakki ===
Hvalstöðin á Sólbakka við [[Önundarfjörður|Önundarfjörð]] var byggð árið 1889 og var ein stærsta hvalstöðin sem norsku hvalveiðimenn reistu á Vestfjörðum. Árið 1901 varð stöðin eldi að bráð þegar það kviknaði út frá lýsislampa. Fyrir eldsvoðan á Sólbakka höfðu eigendur hvalfélags Sólbakka reist hvalstöð á Asknesi í Mjóafirði á Austurlandi. Eftirog eftir brunann á Sólbakka árið 1901 voru allar veiðar fyrirtækisins stundaðar frá Austurlandi.<ref>Trausti Einarsson (1987). ''Hvalveiðar við Ísland 1600-1939'', bls 53.</ref>
 
Hvalstöðin á Sólbakka var að mestu eyðilögð fyrir lagninu þjóðvegar á 20. öld. Aðeins múrsteinsstrompur og gufuketill eru nú eftir af stöðinni.<ref name=":5">Gylfi Björn Helgason. (2015). ''Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld'', bls. 24.</ref>
=== Uppsalaeyri ===
[[Mynd:Uppsalaeyri.jpg|thumb|Kort af uppmældum minjum á Uppsalaeyri. Minjar hvalveiðimanna merktar með bleiku og sumarhúsið dökkgrátt. |left]]
Hvalstöðin á Uppsalaeyri í [[Seyðisfjörður (Ísafjarðardjúpi)|Seyðisfirði]] var reist árið 1897 og meðal eiganda var [[Ásgeirsverslun|Ágeirsverslunin]] á Ísafirði. Umræða var um að færa stöðina til Straumsvíkur í Hafnarfirði við aldamótin 1900, en hætt var við þau áform. Á endanum var hvalstöðinni valinn staður á Svínastekki við [[Reyðarfjörður|Reyðarfjörð]] á Austurlandi og hófust veiðar þar árið 1904.<ref>Trausti Einarsson. (1987). ''Hvalveiðar við Ísland 1600-1939'', bls. 55-56.</ref>
 
Fornleifaskráning á landi sýndi að mikil umsvif höfðu verið á eyrinni þrátt fyrir að hún hafi verið með aflaminnstu hvalstöðum Norðmanna. Í heildina voru sex mannvirki eftir norsku hvalveiðimannanna skráð, þar á meðal leifar tunnapalla, en á þeim voru hvallýsistunnur geymdar. Rúmlega 130 gripir voru skráðir á landi og var langstærsti parturinn af þeim múrsteinbrot úr byggingum hvalstöðvarinnar.<ref name=":1">Gylfi Björn Helgason. (2015). ''Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld'', bls. 14-18.</ref>
 
Hátt í 40 gripir voru skráðir neðansjávar sem tengdust setu hvalveiðimanna á Uppsalaeyri, til að mynda hvalbein, flöskur, keramiksmunir og steinkol.<ref>Gylfi Björn Helgason. (2015). ''Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld'', bls. 26.</ref>[[Mynd:Uppsalaeyri 1900.jpg|thumb|Uppsalaeyri við aldamótin 1900. |290x290px]]Fornleifaskráningin leiddi í ljós að verkun hvala hafi sennilega farið fram á fjörinni sunnan sumarhússins. Frá fjörunni var stutt að fara í bræðsluna sem var byggð á þeim sem stað sem sumarbústaðurinn er nú á. Þegar hvallýsið var tilbúið hefur það verið sett í tunnur og geymt á pöllum rétt vestan við bræðsluna. Syðst á eyrinni hafði verkfærageymslu ásamt [[skipakví]] verið valinn staður.<ref name=":1" />
 
== Heimildir ==
Gylfi Björn Helgason. (2015). [https://www.academia.edu/20122272/Hvalvei%C3%B0ar_Nor%C3%B0manna_vi%C3%B0_Vestfir%C3%B0i_%C3%A1_19._%C3%B6ld Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld]. Bolungarvík: Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum.
 
Trausti Einarsson. (1987). Hvalveiðar við Ísland 1600-1939. Í Bergsteinn Jónsson (ritstj.), ''Studia historica: 8. bindi''. Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
584

breytingar