„Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bauv19 (spjall | framlög)
Bauv19 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Önundarfjörður 03.JPG|thumb|Leifar hvalstöðvarinnar á Sólbakka í Önundarfirði.]]
Lengst af voru [[hvalveiðar]] við Ísland í atvinnuskyni aðeins stundaðar af erlendum þjóðum. Í upphafi 17. aldar voru það [[Baskar]] og [[Holland|Hollendingar]], en eftir að þær þjóðir hurfu á brott við aldamótin 1700 var lítið um hvalveiðar á Íslandi. Þar til við lok 19. aldar er Norðmenn hófu að skutla hvali við Ísland í meira mæli en áður þekktist.<ref name=":2" />
 
Um leið og norsku hvalveiðimennirnir byrjuðu að skutla hvali við Ísland hófust talsverðar deilur meðal Íslendinga, einkum á þeim svæðum þar sem Íslendingar áttu mikið undir fiskveiðum.<ref name=":4">Gylfi Björn Helgason. (2015). ''Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld'', bls. 20.</ref> Margir Íslendingar sögðu að norsku hvalveiðimennirnir væru eins og „farfuglar“ sem greiddu lítið, eða nær ekkert, í skatta á meðan þeir mokgræddu á hvalveiðunum. Þó voru helstu rökin gegn þeim trúin á tengsl milli hval- og fiskveiða (oft nefnt hvalrekstrarkenningin). Líktu Íslendingar hvalnum saman við fjárhund sem smalaði síldinni saman úti á hafi og ræki hana inn á firði þar sem möguleiki væri fyrir Íslendinga að veiða hana.<ref>Trausti Einarsson. (1987). ''Hvalveiðar við Ísland 1600-1939'', bls. 124.</ref>
 
SamtíðaSamhliða aukinni þjóðerniskennd meðal Íslendinga í byrjun 20. aldar jókst andstaðan gegn hvalveiðum Norðmanna.<ref>Gylfi Björn Helgason. (2015). ''Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld'', bls. 21.</ref> Í kjölfarið bönnuðu Íslendingar stórhvalveiðarstórhvalaveiðar árið 1915. Flutningsmaður tillögunar rökstyður bannið á þann veg að hann væri fullviss um að sýnt hafði verið fram á tengsl hval- og fiskveiða og að hætta væri á að norsku hvalveiðimennirnir mundu útrýma hvalnum með öllu með fram ströndum Íslands. Hvalveiðibannið mundi hins vegar leyfa stofninum að jafna sig svo að Íslendingar gætu sjálfir byrjað að skutla hvali er fram liðu stundir.<ref>Trausti Einarsson. (1987). ''Hvalveiðar við Ísland 1600-1939,'' bls. 134.</ref>
 
Norsku hvalveiðimennirnir höfðu umtalsverð áhrif á íslenskt efnahags-, menningar- og pólitísk líf Íslendinga á þeim tíma sem þeir stunduðu hvalveiðar við Ísland.
 
''Aðalgrein: [[Áhrif erlendra hvalveiðimanna á íslenskt samfélag, 1600-1915]]''
Lína 14:
 
=== Dvergasteinseyri ===
[[Mynd:Kort Dvergasteinseyri.jpg|left|thumb|Kort af hvalstöð Norðmanna á Dvergasteinseyri í Álftafirði. Minjar hvalveiðimanna eru merktar með grænugrænum oglit, leifar barksskips með ljósgráuljósgráum og nútímamannvirki með dökkgráum.]]
Norðmenn reistu hvalstöð á [[Dvergasteinseyri]] í [[Álftafjörður (Ísafjarðardjúpi)|Álftafirði]] árið 1896 og stunduðu þar hvalveiðar til ársins 1903.
 
Hvalstöðin er nú tóftir einar, en eftir að [[fornleifaskráning]] á landi var gerð á svæðinu voru níu mannvirki tengd setu hvalveiðimanna skráð, eins og smiðja og bræðsla. Alls voru liðlega 150 gripir skráðir á landi og var stærsti gripaflokkurinn hvalbein, en einnig var mikið magn leirkers, eins og brot af matardiskum, skráð.<ref name=":0">Gylfi Björn Helgason. (2015). ''Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld'', bls. 7-10.</ref>
 
[[Neðansjávarfornleifafræði|Skráning neðansjávar]] sýndi talsvert af minjum norðan megin eyrarinnar. Þegar allt var talið voru rúmlega 30 gripir skráðir í sjónum og voru það helst hvalbein og steinkol, en steinkol voru notuð sem eldsneyti fyrir gufubáta hvalveiðimanna. Leifar [[Barkskip|barksskip<nowiki/>s]] var jafnframt skráð sem sökk skammt frá hvalstöðinni árið 1906.<ref name=":0" />[[Mynd:DVS bræðsla SA2.jpg|thumb|Í forgrunni sjást leifar stromps sem tilheyrði bræðslu hvalveiðimanna á Dvergasteinseyri. Horft í suðaustur.|259x259dp]]Út frá niðurstöðum fornleifaskráningarinnar hefur tekist að fá skýrari mynd af athöfnum hvalveiðimanna á Dvergasteinseyri. Hvalveiðimennirnir reistu smiðju sunnan á eyrinni, og fjarri öðrum mannvirkjum, til þess að varna því að eldur brytist út um hvalstöðina. Var bræðslunni fundinn staður norðvestan megin á eyrinni og með fram norðurfjörunni verkaði fólk hvali. Hvalveiðimennirnir hirtu aðeins þá hluta hvalsins sem hægt var að nota til lýsisgerðar og skilið afganginn af þeim í fjörunni sem ekki nýttist til þess háttar framleiðslu. Við bryggjuna norðan megin á eyrinni lágu skip við höfn. Eftir hverja veiðiferð þurftu hvalveiðimennirnir að hreinsa skipin og hentu þeir öllu ruslinu sem hlóðst upp í ferðinni beint út í sjó, til dæmis áfengisflöskum og steinkolum. Austast á eyrinni voru skráðar minjar um bryggju, og tvær verkfærageymslur í grennd, svo sennilega hefur [[skipakví]] verið þar. Oft og tíðum skemmdust hvalskip í veiðiferðum og var algengt að hafa skipakví á landstöðvum þar sem möguleiki væri á að lagfæra skipin á stuttum tíma svo að hægt að senda þau sem fyrst aftur til veiða.<ref name=":3">Gylfi Björn Helgason. (2015). ''Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld'', bls. 25.</ref>
 
Leifar hvalstöðvarinnar eru ekki í neinni hættu vegna byggingarframkvæmda eða náttúruváar. Hvalstöðin hefur þó orðið fyrir raski á 20. öld, en eitt steypumannvirki var reist að hluta til ofan á rúst hvalveiðimanna og einnig hefur seinni tíma vegagerð skemmt bræðsluna.<ref name=":3" />
Lína 31:
Engin mannvirki eða bátar voru skráð neðansjávar en vestan við tangann var nokkuð um gripi, til að mynda keramik og kol. Ekki var hægt að skrá austan megin við tangann vegna of mikils sjávargróðurs sem hamlaði sýn. Hugsanlegt er þó að gripir kunni að vera á því svæði.<ref name=":6">Gylfi Björn Helgason. (2015). ''Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld'', bls. 24-25.</ref>
 
Hvalstöðin var nær öll eyðilögð vegna túnasléttunar í upphafi 20. aldar. Þrátt fyrir það þykir ljóst eftir að fornleifaskráning var gerð á svæðinu að grunnsævið austan megin tangans var notað sem geymslusvæði fyrir hvali áður en skorið var í þá. Ystog áþeir tanganumbræddir hafðií bræðslunni veriðsem var fundinn staður yst á tanganum. Vestan við bræðsluna var bryggja reist þar sem flutninsskip hvalveiðimanna gátu náð í lýsið og farið með á markaði í Evrópu. Tvær geymslur voru skráðar uppi á landi við bryggjuna, þar af ein kolageymsla.<ref name=":6" />