Munur á milli breytinga „Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld“

=== Höfðaoddi ===
[[Mynd:Framnes.jpg|left|thumb|Uppmældar minjar á Höfðaodda. Gráar byggingar eru teikningar af hvalstöðinni eftir danska kortagerðarmenn upp úr aldamótunum 1900.<ref>Trausti Einarsson. (1897). ''Hvalveiðar við Ísland 1600-1939'', bls 71.</ref> Minjar skráðar í fornleifaskráningu eru bleikar.]]
Hvalveiðifélag frá Noregi, byggði hvalstöð á Höfðaödda í [[Dýrafjörður|Dýrafirði]] árið 1893 og í kjölfarið endurnefndu þeir staðinnsvæðið Framnes. Flutti félagið starfsemi sína til [[Mjóifjörður (Austfjörðum)|Mjóafjarðar]] á Austurlandi árið 1903.<ref>Trausti Einarsson. (1987). ''Hvalveiðar við Ísland 1600-1939'', bls. 54.</ref>
 
Túnið á Höfðaodda var sléttað í byrjun 20. aldar og sökum þess var svæðið talsvert raskað áður en fornleifaskráning fór þar fram. Engu að síður tókst að skrá nokkrar minjar eftir norsku hvalveiðimennina eins og ruslahaug með fram austur hlið tangans. Yst á tangunum voru fimm mannvirki skráð, þar á meðal bryggja og kolageymsla.<ref>Gylfi Björn Helgason. (2015). ''Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld,'' bls. 11-13.</ref>
Engin mannvirki eða bátar voru skráð neðansjávar en vestan við tangann var nokkuð um gripi, til að mynda keramik og kol. Ekki var hægt að skrá austan megin við tangann vegna of mikils sjávargróðurs sem hamlaði sýn. Hugsanlegt er þó að gripir kunni að vera á því svæði.<ref name=":6">Gylfi Björn Helgason. (2015). ''Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld'', bls. 24-25.</ref>
 
Hvalstöðin var nær öll eyðilögð vegna túnasléttunar í upphafi 20. aldar. Þrátt fyrir það þykir ljóst eftir að fornleifaskráning var gerð á svæðinu að grunnsævið austan megin tangans var notað sem geymslusvæði fyrir hvali áður en skorið var í þá. Yst á tanganum hafði bræðslunni verið fundinn staður. Vestan við bræðslunnabræðsluna var bryggja reist. Tvær geymslur voru skráðar uppi á landi við bryggjuna, þar af ein kolageymsla.<ref name=":6" />
 
 
Hvalstöðin á Uppsalaeyri í [[Seyðisfjörður (Ísafjarðardjúpi)|Seyðisfirði]] var reist árið 1897 og meðal eiganda var [[Ásgeirsverslun|Ágeirsverslunin]] á Ísafirði. Umræða var um að færa stöðina til Straumsvíkur í Hafnarfirði við aldamótin 1900 en hætt var við þau áform. Á endanum var hvalstöðinni valinn staður á Svínastekki við [[Reyðarfjörður|Reyðarfjörð]] á Austurlandi og hófust veiðar þar árið 1904.<ref>Trausti Einarsson. (1987). ''Hvalveiðar við Ísland 1600-1939'', bls. 55-56.</ref>
 
Fornleifaskráning á landi sýndi að mikil umsvif höfðu verið á eyrinni þrátt fyrir að hún hafi verið með aflaminnstu hvalstöðum Norðmanna. Í heildina voru sex mannvirki eftir norsku hvalveiðimannanna skráð, þar á meðal leifar tunnapalla, en á þeim voru hvallýsistunnur geymdar. Rúmlega 130 gripir voru skráðir á landi og var langstærsti parturinn af þeim múrsteinbrot úr mannvirkjumbyggingum hvalveiðimannahvalstöðvarinnar.<ref name=":1">Gylfi Björn Helgason. (2015). ''Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld'', bls. 14-18.</ref>
 
Hátt í 40 gripir voru skráðir neðansjávar sem tengdust setu hvalveiðimanna á Uppsalaeyri, til að mynda hvalbein, flöskur, keramiksmunir og steinkol.<ref>Gylfi Björn Helgason. (2015). ''Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld'', bls. 26.</ref>[[Mynd:Uppsalaeyri 1900.jpg|thumb|Uppsalaeyri við aldamótin 1900. |290x290px]]Eftir að fornleifaskráning fór fram á eyrinni þáFornleifaskráningin leiddi það í ljós að verkun hvala hafi sennilega farið fram á fjörinni sunnan sumarhússins. Frá fjörunni var stutt að fara í bræðsluna sem var byggð á þeim sem stað sem sumarbústaðurinn er nú á. Þegar hvallýsið var tilbúið hefur það verið sett í tunnur og geymt á pöllum rétt vestan við bræðsluna. Syðst á eyrinni hafði verkfærageymslu ásamt [[skipakví]] verið valinn staður.<ref name=":1" />
 
Hvalstöðin liggur undir miklum skemmdun og hefur bræðsluhúsið meðal annars verið rifið fyrir byggingu sumarhús á sama stað. Að auki hefur verið sáð fyrir trjám ofan á leifum tunnupallanna, en rætur trjáa geta valdið skemmdum á minjum sem eru undir jarðveginum. Jafnframt hafa sumarhúsaeigendurnir nýtt múrsteina frá veggjum hvalstöðvarinnar til þess að búa til grillofn sem og stíg sem liggur frá sumarhúsinu. Aðrar minjar hvalveiðimanna á eyrinni eru einnig í talsverði hættu vegna ágangs manna og framkvæmda.<ref name=":1" />
 
== Tilvísanir ==
584

breytingar