Munur á milli breytinga „Sjávarfallaorka“

Gegnumstreymishverflar eru ólíkir skrúfuhverflum að því leyti að snúningsás hverfilsins er hornrétt á straumstefnuna, en ekki samsíða eins og í tilfelli skrúfuhverfla. Vatnið streymir í gegnum þá og tvö eða þrjú vængjalöguð blöð með straumlínulöguðu þversniði sem liggja í sömu stefnu og snúningsásinn og í ákveðinni fjarlægð frá ásnum. Engu máli skiptir í hvaða átt straumurinn stefnir svo framalega sem hann er hornréttur á snúningsásinn þar sem hverfillinn snýst þegar vatn streymir í gegnum hann. Þessi eiginleiki er hentugur þegar virkja þarf sjávarstrauma sem breyta reglulega um stefnu. <ref name="Orka"/>
 
=== Darrieus/Davis hverflar ===
Ein þekktasta tegund gegnumstreymishverfla er kennd við franska [[uppfinningarmaður|uppfinningamanninn]] Georges Darrieus sem fann upp [[vindmylla|vindmyllu]] með þessa eiginleika árið 1927. Nú hefur kanadíska fyrirtækið Blue Energy þróað gegnumstreymishverfil fyrir vatn sem það kallar Davis hverfil, eftir aðilanum sem þróaði hana út frá [[uppfinning|uppfinningu]] Darrieus. Hverflar Blue Energy hafa nýtni upp á 20 –25% og byggist hugmyndin á að þvera straumvatn með lóðréttum hverflum sem geta náð niður á allt að 70 m dýpi. <ref name="Orka"/><ref>http://www.bluenergy.com/tidal.html</ref>
 
Óskráður notandi