„Hákarl“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
laga augljós mismæli
Lína 21:
Allt sitt líf dvelur skepnan í köldum heimskautasjó (2-7°C) á miklu dýpi, hann er eina tegund hákarla í heiminum sem vitað er um að það geri. Á sumrin heldur hákarlinn sig á 180-730 metra dýpi en færir sig nær yfirborðinu á veturna í þeirri von að ná sér í seli. Hákarlinn finnst allt frá Svalbarða, Bjarnareyju og Hvítahafi í norðri, og suður með ströndum Noregs inn í Norðursjó. Hann er einnig að finna við norðanverðar Bretlandseyjar, Færeyjar og Ísland.<ref>Jón Már Halldórsson. (2003). Hvað er vitað um grænlandshákarlinn? Sótt 13. október 2012 af http://www.visindavefur.is/svar.php?id=3036</ref>
 
== Saga og Nýtingnýting ==
Erfitt er að finna öruggar heimildir um það hvenær Íslendingar hafi byrjað að veiða hákarl en talið er að á fyrstu öldum Íslandsbyggðar hafi Íslendingar einungis nýtt þann hákarl sem rak dauðan á fjörur. Veiðarnar virðast þó vera orðnar töluvert miklar á 14. öld en þá var hákarlinn orðinn hluti af matarvenjum Íslendinga. Um hákarl má lesa m.a. í [[Snorra-Edda|Snorra Eddu]], [[Grágás]] og [[Jónsbók]], þ.e. hákarlsreka, og um verkaðan hákarl er skrifað í skrá yfir eignir Hóladómkirkju frá [[1374]]. Veiðarnar færðust svo í vöxt á næstu öldum og tíðkaðist að menn færu á opnum bátum í hákarlalegur. Í slíkar sjóferðir var yfirleitt farið á veturna og gátu þær tekið allt frá 2 dögum, upp í 2 vikur en allt réðst það af aflabrögðum og veðráttu. Ástæða þess að farið var í þessar ferðir að vetri til má rekja til þess að menn þurftu að sinna heyskap og öðrum bústörfum á sumrin til þess að halda lífi í búfénu á veturna. Hákarl var veiddur með [[Lagnvaður|Lagnvaði]], [[Keflvaður|keflvaði]] og venjulegum vað og svo hákarlalínu.<ref>Jón Þ. Þór. (2002). Sjósókn og Sjávarfang, Saga Sjávarútvegs á Íslandi: Árabáta- og Skútuöld, I. Bindi. Akureyri: Bókaútgáfan Hólar</ref>
[[File:Hákvarlaveiðar.jpg|thumb|400px|left|Hákarlaveiðar Norðlendinga og Austfirðinga]]