„Viðreisn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
smávægilegar málfræðibreytingar
Gfinnsson (spjall | framlög)
Vantaði mynd með grein. Bætti við mynd frá nýlegum málfundi Viðreisnar í ljósi þess að kennimark hefur enn ekki verið opinberað.
Lína 1:
[[Mynd:Málfundur Viðreisnar um siðferði og stjórnsýslu.jpg|alt=Áhorfendur á málfundi Viðreinar um siðferði og stjórnsýslu.|thumb|Frá fundi Viðreisnar um siðferði og stjórnsýslu, haldinn í sömu viku og hið svokallaða Wintris mál nær hápunkti.]]
'''Viðreisn''' er íslenskt stjórnmálaafl sem hyggur á framboð í [[Alþingiskosningar 2017|Alþingiskosningum 2017]]. Fyrsti stefnumótunarfundur samtakanna var haldinn 11. júní 2014.<ref>„Fjöldinn fór fram úr væntingum,“ ''Fréttablaðið'', 12. júní 2014, s. 6.</ref> [[Benedikt Jóhannesson|Benedikt Jóhannesson,]] útgefandi, er einn af upphafsmönnum samtakanna. Hann var lengi vel trúnaðarmaður innan Sjálfstæðisflokksins en skráði sig úr honum til að vinna að stofnun Viðreisnar í kjölfar tillögu ríkisstjórnarinnar um afturköllun aðildarumsóknar að Evrópusambandinu og [[Mótmælin gegn afturköllun umsóknar um aðild Íslands að Evrópusambandinu|mótmælunum]] sem fylgdu henni.<ref>„[http://eyjan.pressan.is/frettir/2014/06/21/benedikt-skrair-sig-ur-sjalfstaedisflokknum-forysta-flokksins-i-ulfakreppu-oldunganna/ Benedikt skráir sig úr Sjálfstæðisflokknum: Forysta flokksins í úlfakreppu öldunganna],“ ''Eyjan'', 21. júní 2014.</ref> Samkvæmt Benedikt má finna innan Viðreisnar fólk sem hefur verið virkt í [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokki]] og [[Samfylkingin|Samfylkingunni]], auk annarra sem annað hvort tilheyrðu öðrum flokkum eða engum.<ref>[http://www.hringbraut.is/frettir/vidreisn-stefnir-ad-sigri-i-kosningunum Viðreisn stefnir að sigri í kosningum], ''Hringbraut'', 11. nóvember 2015.</ref>