„Gestur Pálsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 6:
 
Eftir námsdvölina í [[Kaupmannahöfn]] bjó Gestur í nokkur ár í [[Reykjavík]], oft við þröngan kost, og fékkst þá meðal annars við kennslu og skrifstofustörf. Einnig ritstýrði hann blöðum, fyrst ''[[Þjóðólfur|Þjóðólfi]]'' og síðan ''[[Suðri|Suðra]]'', en útgáfu þess blaðs var hætt 1886. Gestur fluttist til [[Winnipeg]] árið [[1890]] þar sem hann tók við ritstjórn ''[[Heimskringla (tímarit)|Heimskringlu]]'', sem var blað Íslendinga í Vesturheimi. Ekki varð ritstjóraferill hans þó langur þar því hann dó úr lungnabólgu í Winnipeg árið eftir. Þá var hann raunar í þann veginn að hætta störfum vegna deilna við útgefendur blaðsins.
 
Hafstein Brjörn Hilmarsson er fgt
 
Gestur var einlægur fylgjandi raunsæisstefnunnar og skrifaði sögur í anda hennar. Hann er þekktastur fyrir smásögur sínar en ýmsar blaðagreinar hans þykja þó með því besta sem eftir hann liggur. Þær voru beittar og lýstu eindregnum skoðunum höfundar síns, sem átti tíðum í hörðum ritdeilum við aðra ritstjóra á þeim tíma, einkum [[Jón Ólafsson (ritstjóri)|Jón Ólafsson]] ritstjóra Þjóðólfs og [[Valdimar Ásmundsson]] ritstjóra ''[[Fjallkonan (tímarit)|Fjallkonunnar]]''.