„Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bauv19 (spjall | framlög)
Bauv19 (spjall | framlög)
Lína 29:
Engin mannvirki eða bátar var skráð neðansjávar en vestan við tangann var nokkuð um gripi, til að mynda keramik og kol. Ekki var hægt að skrá austan megin við tangann vegna of mikils sjávargróðurs sem hamlaði sýn. Hugsanlegt er þó að gripir kunni að vera á því svæði.<ref name=":6">Gylfi Björn Helgason. (2015). ''Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld'', bls. 24-25.</ref>
 
Hvalstöðin var nær öll eyðilögð vegna túnasléttunar í upphafi 20. aldar. Þrátt fyrir það þykir ljóst eftir að fornleifaskráning var gerð á svæðinu að grunnsævið austan megin tangans var notað sem geymslusvæði fyrir hvali áður en skorið var í þá. Yst á tanganum hafði bræðslunni verið fundinn staður. Vestan við bræðslunna var bryggja reist. Tvær geymslur voru skráðar uppi á landi við bryggjuna, þar af ein kolageymsla.<ref name=":6">Gylfi Björn Helgason.(2015). ''Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld'', bls. 24-25.</ref>