„Charles Manson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Gormstunga (spjall | framlög)
Búið til með því að þýða síðuna "Charles Manson"
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 17. apríl 2016 kl. 14:58

Charles Milles Manson (fæddur þann 12. nóvember 1934 sem Charles Milles Maddox) er bandarískur glæpamaður og leiðtogi hinnar svokölluðu Manson-fjölskyldu. Manson og fylgjendur hans myrtu níu manns á aðeins fimm vikum sumarið 1969. Árið 1971 var hann sakfelldur fyrir að fyrirskipa morðin á sjö manns en þeir sem voru drepnir voru leikkonan Sharon Tate og fjórir aðra á heimili leikkonunnar. Daginn eftir voru svo hjónin Leno og Rosemary Labianca drepin.

Manson trúði á það sem hann kallaði "Helter Skelter" en það var, að hans sögn, yfirvofandi dómsdagsstríð milli hvítra og svarta. Heitið kemur frá samnefndu Bítlalagi af The White Album en Manson þóttist skilja að það væru hin raunverulegu skilaboð lagsins. Morðin sem voru framin að hans undirlagi áttu að fyrirbyggja þetta stríð. Manson varð seinna meir að einskonar tákmynd fyrir geðveiki, ofbeldi og hið ógnvekjandi. Lögmaðurinn sem sótti hann til saka, Vincent Bugliosi, gaf seinna meir út bókina Helter Skelter þar sem hann skrifar um Manson og umrædd morð.

Áður en Manson stofnaði Manson-fjölskylduna var hann atvinnulaus fyrrum fangi og hafði eytt helmingi ævi sinnar í betrunarvist fyrir ýmis brot. Áður en morðin voru framin var hann söngvari og lagasmiður í Los Angeles en hann átti smávinsældir sínar Dennis Wilson, trommara og einum af stofnanda Beach Boys, að þakka. Eftir sakfellinguna voru lög sem hann hafði samið og flutt gefin út á almennum markaði. Margir tónlistarmenn eins og Redd KrossGuns N' Roses, White Zombie, Devandra Banhart og Marilyn Manson, hafa gert sínar útgáfur af þessum lögum og gefið út.

Manson var dæmdur til dauða en þeim dómi var síðan breytt í lífstíðardóm eftir að hæstiréttur Kaliforníu afnam dauðarefsingar árið 1972. Þrátt fyrir að Kalifornía hafi aftur tekið upp dauðarefsingar þá hefur það ekki áhrif á fangelsisdóm Mansons en hann situr ennþá inni með nífaldan lífstíðardóm í ríkisfangelsinu í Corcoran í Kaliforníu.


References