Munur á milli breytinga „AC/DC“

81 bæti bætt við ,  fyrir 4 árum
ekkert breytingarágrip
Árið 2014 varð Malcolm Young að hætta vegna [[heilabilun]]ar. Stevie Young, frændi Malcolm og Angusar tók við sem gítarleikari. Sama ár var trommarinn Phil Rudd ákærður fyrir tilraun til morðs og fíkniefnabrot. Hann lýsti sig sekan fyrir dómi í Nýja Sjálandi í fyrir að hafa hótað að myrða mann sem vann hjá sér og að eiga fíkniefni. <ref>[http://www.visir.is/phil-rudd-lysti-sig-sekan/article/2015150429849 Phil Rudd lýsti sig sekan] Vísir. Skoðað 17. apríl, 2016.</ref> Trommarinn Chris Slade sem áður hafði spilað með bandinu tók við af Rudd.
 
Árið 2016 gat Brian Johnson ekki tekið þátt í tónleikum sveitarinnar vegna heyrnarskaða og eftir að hafa íhugað söngvara ákvað sveitin að láta [[Axl Rose]], söngvara [[Guns N' Roses]] klára Rock or Bust tónleikaferðalagið. Brian Johnson var þakkað fyrir árin í sveitinni og óskað alls hins besta. <ref>[http://www.ruv.is/frett/axl-rose-til-lids-vid-acdc Axl Rose til liðs við AC/DC] Rúv. Skoðað 17. apríl, 2016.</ref>
 
==Breiðskífur==