„AC/DC“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Acdc logo band.svg|thumb|Einkennismerki sveitarinnar.]]
[[Mynd:ACDC_In_Tacoma_2009.jpg|thumb|right|AC/DC á tónleikum árið 2009]]
'''AC/DC''' er [[ástralía|áströlsk]] [[þungarokk]]hljómsveit sem bræðurnir [[Angus Young|Angus]] og [[Malcolm Young]] stofnuðu í [[Sydney]] í nóvember [[1973]]. Árið eftir tók [[Bon Scott]] við sem söngvari og 1975 kom fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar, ''[[High Voltage]]'', út. Í kjölfarið fylgdu plötur á borð við ''[[T.N.T.]]'' (1975), ''[[Dirty Deeds Done Dirt Cheap]]'' (1976) og ''[[Highway to Hell]]'' (1979). Bon Scott lést árið [[1980]] vegna ofneyslu áfengis og [[Brian Johnson]] tók við sem aðalsöngvari. Sama ár og Scott lést kom metsöluplatan ''[[Back in Black]]'' út og ''[[For Those About to Rock We Salute You]]'' árið eftir. Seinni plötur hljómsveitarinnar nutu ekki nærri eins mikillar hylli og vinsældir hennar dalaði þar til ''[[The Razor's Edge]]'' kom út 1990 með lögunum „Thunderstruck“ og „Moneytalks“. Eftir 1990 hefur lengra liðið milli stúdíóplata hljómsveitarinnar en á sama tíma hafa komið út hljómleikaplötur og safnplötur.
 
Angus Young er þekktur fyrir að koma fram á tónleikum í breskum skólabúningi.
 
Árið 2014 varð Malcolm Young að hætta vegna [[heilabilun]]ar. Stevie Young, frændi Malcolm og Angusar tók við sem gítarleikari. Sama ár var trommarinn Phil Rudd ákærður fyrir tilraun til morðs og fíkniefnabrot. Hann lýsti sig sekan fyrir dómi í Nýja Sjálandi í fyrir að hafa hótað að myrða mann sem vann hjá sér og að eiga fíkniefni. <ref>[http://www.visir.is/phil-rudd-lysti-sig-sekan/article/2015150429849 Phil Rudd lýsti sig sekan] Vísir. Skoðað 17. apríl, 2016.</ref> Trommarinn Chris Slade sem áður hafði spilað með bandinu tók við af Rudd.
 
Árið 2016 gat Brian Johnson ekki tekið þátt í tónleikum sveitarinnar vegna heyrnarskaða og eftir að hafa íhugað söngvara ákvað sveitin að láta [[Axl Rose]], söngvara [[Guns N' Roses]] klára Rock or Bust tónleikaferðalagið.<ref>[http://www.ruv.is/frett/axl-rose-til-lids-vid-acdc Axl Rose til liðs við AC/DC] Rúv. Skoðað 17. apríl, 2016.</ref>
 
==Breiðskífur==
*High Voltage (1976)
*Dirty Deeds Done Dirt Cheap (1976)
*Let There Be Rock (1977)
*Powerage (1978)
*Highway to Hell (1979)
*Back in Black (1980)
*For Those About to Rock We Salute You (1981)
*Flick of the Switch (1983)
*Fly on the Wall (1985)
*Blow Up Your Video (1988)
*The Razors Edge (1990)
*Ballbreaker (1995)
*Stiff Upper Lip (2000)
*Black Ice (2008)
*Rock or Bust (2014)
==Tilvísanir==
 
{{stubbur}}