Munur á milli breytinga „Mið-Austurlönd“

tenglar
(tenglar)
(tenglar)
'''Israel.'''
 
Ísrael er [[Lýðræði|lýðræðisríki]], nánar tiltekið [[Skipting ríkisvaldsins|þingræðisríki]]. Ísraelska ríkisvaldið skiptist í þrjá hluta. Framkvæmdarvald, Löggjafarvald og Dómsvald. Forsætisráðherra Ísrael fer fyrir framkvæmdarvaldinu. Ísraelska þingið fer með löggjafarvaldið og kallast Knesset. Þingið situr í einni deild og hefur 120 fulltrúa sem er kosnir í allsherjarkosningum. Dómsvaldið er óháð framkvæmdar- og löggjafarvaldinu. Þrátt fyrir að Ísrael hefur ekki stjórnaskrá hefur ríkið svokölluð grunnlög sem þjóna á vissan hátt sama hlutverki. Forseti Ísrael er kosinn af þinginu til 7 ára í senn. Hann talar fyrir hönd Ísrael í alþjóðakerfinu en hefur lítil raunveruleg völd.<ref>„Israeli Politics,“ ''My Jewis learning'', http://www.myjewishlearning.com/article/israeli-politics/ (Sótt 8.apríl2016)</ref>
 
'''Jemen.'''
'''Jórdanía.'''
 
Jórdanía er [[Einræði|einræðisríki]], nánar tiltekið konungsríki sem er bundið af stjórnarskrá. Stjórnarskráin skiptir völdum ríkistjórnarinnar í framkvæmdarvald, löggjafarvald og dómsvald. Löggjafarvaldið er bæði í höndum konungs og þingsins. Konungurinn fer líka með framkvæmdarvaldið með aðstoð ríkistjórnarinnar sem er kölluð Ráðherraráðið (e. Council of Ministers). Dómsvaldið er falið sjálfstæðum dómstólum sem eru óháðir framkvæmdar- og löggjafarvaldinu.<ref>Countrystudies, „Jordan: The Government“, http://countrystudies.us/jordan/54.htm (sótt 8.apríl 2016)</ref> Löggjafarþingið er kallað þjóðþingið og situr í tveimur deildum. Efri deildin kallast Öldungadeild (e. House of Notbles). Hún hefur 30 fulltrúa skipaða af konungi. Konungur skipar þingmennina til 4 ára í senn í tveimur helmingum, annan helminginn þegar tvö ár eru liðin af kjörtímabilinu. Þeir þingmann sem þá eru skipaðir sinna embætti þangað til tvö ár eru liðinn af næsta kjörtímabili. Neðri deildin kallast Fulltrúadeildin. Fulltrúadeildin hefur 30 kjörna fulltrúa. Þingið er í raun frekar valdalaust og konungur fer að mestu leiti með löggjafavaldið.<ref>Countrystudies, „Jordan: The Legislature“, http://countrystudies.us/jordan/56.htm (sótt 8.apríl 2016)</ref> Dómskerfið í Jórdaníu byggir á Sharia lögum Íslamstrúar ásamt lögum með evrópskan uppruna. Það eru þrjár tegundir dómstóla í Jórdaníu: Borgararéttur, Trúarréttur og sérstakir dómstóla (e.special courts).<ref>Countrystudies, „Jordan: The Judiciary“, http://countrystudies.us/jordan/57.htm (sótt 8.apríl 2016)</ref>
 
'''Líbanon'''.
 
Líbanon er [[Lýðræði|lýðræðisríki]], nánar tiltekið [[Skipting ríkisvaldsins|þingræðisríki]]. Ríkisvaldinu er skipt eftir stjórnarskrá landsins í löggjafarvald, framkvæmdarvald og óháð dómsvald. Löggjafarvaldið liggur hjá Fulltrúaþinginu (e. Chamber of deputies) sem saman stendur af 128 fulltrúum sem eru kosnir á 4 ára fresti í allsherjarkosningum. Ríkistjórn Líbanon fer með framkvæmdarvaldið með forsætisráðherra landsins í forsvari. Dómsvaldið liggur hjá sjálfstæðum dómstólum.<ref>Presidency of the Republic of Lebanon,“Overview of the Lebanese System“ http://www.presidency.gov.lb/English/LebaneseSystem/Pages/OverviewOfTheLebaneseSystem.aspx (Sótt 10.apríl 2016)</ref>
 
'''Marokkó.'''
 
Marokkó er [[Einræði|einræðisríki]], nánar tiltekið Konungsríki sem gengur í arf og er bundið af stjórnarskrá. Konungur fer með framkvæmdarvaldið hann skipar ríkistjórnina. Konungur getur rofið þing, ógilt stjórnarskránna og komið á kosningum. Hann er einnig æðsti yfirmaður hersins. Þingið situr í tveimur deildum fulltrúadeildinni og ráðgjafadeildinni. Þingið hefur samt í raun enginn völd. Valdið liggur allt hjá konungi. Dómstólar eru formlega sjálfstæðir í Marokkó. Konungur hefur hins vegar mikil áhrif í dómskerfinu.<ref>Moulay Driss El-Maarouf, Mourad el Fahli and Jerome Kuchejda,“Morocco- Analisys of the Moroccan political system“ http://www.academia.edu/1788294/Morocco_-_Analysis_of_the_Moroccan_political_system (Sótt 10.apríl 2016)</ref>
 
'''Óman.'''
 
Óman er [[Einræði|einræðisríki]] nánar til tekið konungsríki. Í Oman er Soldánin (konungur) bæði þjóðarleiðtogi og forsætisráðherra ríkistjórnarinnar, sem fer með framkvæmdarvaldið. Soldánin fer með löggjafarvaldið en hefur ráðgefandi ráð kallað ráðherraráðið (e.Council of  Ministers) sem er skipað 27 meðlimum. Ráðherraráðið hefur þó engin raunverulög völd. Dómskerfi Oman byggir á túlkun Ibadi á hinum Íslömsku sharia lögum. Dómstólar fara eftir héruðum og er stjórnað í samvinnu við gadi. Gadi er dómari sem hefur fengið stöðu sína annað hvort með því að útskrifast frá háskóla með gráðu í Íslömskum lögum eða með því að hafa stundað nám hjá innlendum trúarbragða sérfræðingum. Þrátt fyrir að stýrast mest af sharia lögum reynir dómskerfið að komast að niðurstöðu sem er sanngjörn öllum aðilum. Þar af leiðandi hafa ættbálkalög í mörgum tilvikum blandast trúarlegum lögum.<ref>Countrystudies, „Oman: Government Institutions“, <nowiki>http://countrystudies.us/persian-gulf-states/66.htm</nowiki> (sótt 8.apríl 2016)</ref>    
 
'''Pakistan.'''
 
Pakistan er [[Lýðræði|lýðræðisríki]], nánar tiltekið sambandsríki sem býr við [[Skipting ríkisvaldsins|þingræði]]. Þing sambandsríkisins kallast Majlis-is-shoora eða ráðgjafaráðið. Ráðgjafaráðið fer með löggjafarvaldið. Það samanstendur af öldungadeild sem er efri deildin og Þjóðþinginu sem er neðri deildin. Forsetinn er þjóðhöfðingi og hann skipar forsætisráðherrann. Forsætisráðherrann er alltaf valin úr hópi þingmanna þjóðþingsins. Hann fer fyrir framkvæmdarvaldinu. Dómstólar í Pakistan eru óháðir framkvæmdar- og löggjafarvaldinu. Forseti Pakistan skipar dómara Hæstaréttar.<ref>Countrystudies, „Pakistan: Government Structure“, http://countrystudies.us/pakistan/65.htm (sótt 8.apríl 2016)</ref>
 
'''Palestína.'''
 
Formlega er Palestína [[Lýðræði|lýðræðisríki]], Nánar tiltekið [[Skipting ríkisvaldsins|forsetaþingræði]]. Hins vegar er stjórnarfar í Palestínu í mikilli óvissu bæði vegna átaka hagsmunahópa innan ríkisins og vegna þess að ekki öll ríki viðurkenna Palestínu sem fullvalda ríki t.d. nágrannaríki þeirra Ísrael.<ref>Gaza the dear wee place, List of countries recognising Palestine. <nowiki>http://www.gazathedearweeplace.com/list-of-countries-recognising-palestine/</nowiki> (Sótt 10.apríl 2016)</ref>
 
'''Sameinuðu Arabísku Furstadæmin.'''
 
Sameinuðu Arabísku Furstadæmin eru sambandsríki sem samanstendur af sjö ríkjum sem búa við [[einræði]]. Þau eru: Abu Dhabi, Ajman, Dubai,Fujairah, Ras al-khaimah, Sharjah og  Umm al-Quwain. Ríkin búa við bráðabirgða stjórnarskrá sem var sett 1972. Stjórnarskráin skiptir ríkisvaldinu í löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Hún skiptir einnig löggjafar- og framkvæmdarvaldinu í alríkislögsögu og lögsögu furstadæmanna. Ríkistjórnin fer með utanríkisstefnu sambandsríkjanna, vörn þeirra og öryggismál, innflytjendamál og samskiptamál. Furstarnir fara með önnur völd. Framkvæmdarvaldið samanstendur af Æðsta ráði sambandsins( e.supreme council), Ráðherraráðinu (e.Cabin of Ministers) og forsetanum. Æðsta ráðið fer með löggjafar og framkvæmdarvaldið á alríkisstiginu. Æðsta ráðið samanstendur af furstum ríkjanna sjö. Það kýs innan sinna raða formann og varaformann til fimm ára í senn. Æðsta ráðið sér um alla stefnumótun og löggjöf fyrir alríkið. Forsetinn er stjórnarformaðu æðsta ráðsins, hann er þjóðhöfðingi og æðsti stjórnandi varnarliðs furstadæmanna. Forsetinn skipar forsætisráðherrann, Vara forsætisráðherrana tvo, ráðherra ríkistjórnarinnar og alla æðstu yfirmenn hersins. Dómsvaldið er óháð framkvæmdar- og löggjafarvaldinu. Það samanstendur of forseta dómsvaldsins og fimm öðrum dómurum sem eru skipaðir af Forseta furstadæmanna. Skipan þeirra er hins vegar einnig háð samþykki æðsta ráðsins.<ref>Countrystudies, „The United Arab Emirates: Government and Politics“, http://countrystudies.us/persian-gulf-states/90.htm (sótt 8.apríl 2016)</ref>    
 
'''Sádí-Arabía'''
 
Konungsríkið Sádí-Arabía er [[Einræði|einræðisríki]] sem gengur í arf. Árið 1992 vöru sett lög um rétt og ábyrgð ríkistjórnarinnar sem kallast Grunn lög um stjórnunarhætti (e. Basiv Law of Governance). Konungur Sádí-Arabía er einnig forsætisráðherra, þjóðhöfðingi og æðsti stjórnandi hersins. Embætti konungs gengur í arf. Ríkistjórnin eða Ráðherraráðið (e.Council of Ministers) er skipað af konungi á fjögurra ára fresti og er oftast mannað meðlimum konungsfjölskyldunnar. Löggjafarvaldið er í höndum konungs en hann hefur ráðgefandi þing (e. Consultive Counsil) sem er þekkt sem Majlis as-Shura eða Shura Ráðið (e. Shura Council). Ráðið samanstendur af 150 meðlimum sem eru skipaðir til 4 ára. Árið 2011 tilkynnti konungur að konur mættur sitja í ráðinu og skipaði 30 konur í ráðið. Löggjafarvald Sádí-Arabíu fylgir Sharia lögum Íslamstrúar. Réttarkerfi Sádía-Arabíu samanstendur af þremur megin hlutum. Fyrsta tilfellis dómstólum (e. Courts of the First Instance) sem eru almennir dómstólar. Dómstólar ógildinga (e.Courts of Cassation) og æðstu dómstólar (e. Supreme Judicial Council).<ref>Helen Siegler and associates,“The Political System of Saudi Arabia,“ http://www.hziegler.com/articles/political-system-of-saudi-arabia.html (Sótt 9 apríl.2016)</ref>    
 
'''Súdan.'''
 
Súdan er formlega [[Lýðræði|lýðræðisríki]], nánar tiltekið ríki sem býr við [[Skipting ríkisvaldsins|forsetaræði]]. Forsetin er þjóðarleiðtogi og fer með framkvæmdarvaldið. Forsetinn fer í forsvari fyrir ríkistjórnina. Hann er einnig æðsti stjórnandi hersins. Bæði ríkistjórnin og þingið fara með löggjafarvaldið. Þingið skiptist í tvær deildir. Neðri deildin kallast Þjóðþingið (e. the National Assembly) og efri deildin kallast Ríkisráðið (e. the Council of States). Dómsvaldið er sjálfstætt en Stjórnarskrárrétturinn(e. Constitutional Court) fer með það.<ref>Bekele, Yilma "Chickens are coming home to roost!" ''Ethiopian Review''. 2008.07.12, http://www.ethiopianreview.com/index/2929 (Sótt 9.04.2016.)</ref> 
 
'''Sýrland.'''
 
Sýrland er formlega [[Lýðræði|lýðræðisríki]] sem býr við [[Skipting ríkisvaldsins|forsetaþingræði.]] Forsetinn er þjóðhöfðingi, hann fer fyrir framkvæmdarvaldinu ásamt því að vera æðsti yfirmaður hersins. Forsetinn er kosin í allsherjarkosningum á 7 ára fresti. Forsetinn skipar forsætisráðherra. Þing fólksins eða Majlis al-shaab fer með löggjafarvald í sýrlandi. Þingið situr í einni deild og er kosið í allsherjarkosningum á 4 ára fresti. Dómsvaldið er óháð framkvæmdar- og löggjafarvaldinu, dómarar eru tilnefndir af forsetanum en síðan skipaðir af æðsta dómsráðinu (e. supreme judical council.)<ref>Global Edge, „Syria Government“ http://globaledge.msu.edu/countries/syria/government (Sótt 9 apríl 2016)</ref>
 
'''Túnis.'''
 
Túnis er [[Lýðræði|lýðræðisríki]], nánar tiltekið ríki sem býr við [[Skipting ríkisvaldsins|forsetaþingræði]]. Forsetinn fer með framkvæmdarvaldið en hann er kosinn í allsherjarkosningum til 5 ára í senn. Forsetinn skipar forsætisráðherrann og ríkisstjórnina. Þingið fer með löggjafarvaldið í Túnis en það kallast Samkunda fulltrúa fólksins (e. Assembly of the representatives of the People). Á þinginu sitja 217 fulltrúar sem eru kosnir í allsherjarkosningum. Löggjöf í túnis byggist á frönskum lögum og Sharia lögum Íslams trúar. Dómsvaldið er óháð framkvæmdar- og löggjafarvaldinu. Æðsti dómstóll Túnis nefnist Hæstiréttur (e.Supreme Court).<ref>Sujit Choudry and Richard Stacey, „ Semi‘presidential government in Tunisia and Egypt“, Constution Building: A global review“ 2013, http://www.idea.int/publications/constitution-building-a-global-review/upload/cbgr_c5.pdf (Sótt 10.apríl 2016)</ref>
 
'''Tyrkland.'''
 
Tyrkland er [[Lýðræði|lýðræðisríki]], nánar til tekið [[Skipting ríkisvaldsins|þingræðisríki]]. Forseti ásamt ríkistjórninni fara með framkvæmdarvaldið. Völd forseta eru þó lítil. Forsetinn er þjóðhöfðingi og er kosinn til sjö ára í senn. Þjóðþingið (e.Grand national assembly) fer með löggjafarvaldið en það er skipað 450 fulltrúum sem eru kosnir í alsherjakosningum til fimm ára í senn.  Dómsvaldið er óháð framkvæmdar- og löggjafarvaldinu.<ref>Columbia, „ Turkey at a Glance: Government and legar system“ http://www.columbia.edu/~sss31/Turkiye/gov-system.html (sótt 9 apríl 2016)</ref>
 
{{Gæðagrein}}
Óskráður notandi