Munur á milli breytinga „Mið-Austurlönd“

k
(heimildir)
(k)
'''Afganistan.'''
 
Íslamska lýðveldið Afganistan er [[Lýðræði|lýðræðisríki]], nánar tiltekið [[Skipting ríkisvaldsins|forsetaræði]]. Ríkisvald Afganistan skiptist skv. [[Stjórnarskrá]] ríkisins í þrjá hluta. Framkvæmdarvald, löggjafarvald og dómsvald. Forsetinn fer fyrir framkvæmdarvaldinu. Hann er þjóðhöfðingi og æðsti ráðamaður varnarliðs Afganistan. Forsetinn er kosinn í allsherjarkosningum en hann þarf hreinan meirihluta atkvæða til að ná kjöri. Forsetinn skipar ríkistjórn Afganistan. Þjóðþingið fer með löggjafarvaldið. Þjóðþing Afganistan situr í tveimur deildum. Neðri deildin kallast Wolesi Jirga eða deild fólksins (e. House of people). Fulltrúar neðri deildarinnar eru kosnir í allsherjarkosningum. Efri deildinn kallast Merhrano Jirga eða öldungardeildinn (e. House of elders). Fulltrúar hennar eru skipaðir. Dómsvaldið er óháð framkæmdar- og löggjafarvaldinu en það samanstendur af þremur dómsstigum. Áfrýjunarrétt (e. Appeal Court), Hárétt (e.High Court) og Hæstarétt (e. Supreme Court).<ref>Afghanistan online, „Afghanistan: Branches of Government,“ http://www.afghan-web.com/politics/government.html (sótt 8. Apríl 2016).</ref>
 
'''Barein.'''
'''Egyptaland.'''
 
Egyptaland er formlega [[Lýðræði|lýðræðisríki]] með forsetaþingræði. Stjórnskipan Egyptalands hvílir á stjórnarskrá sem var sett árið 1971, en endurbætt og aðlöguð að hinni nýju stjórnskipan í þjóðaratkvæðagreiðslu 19.mars 2011. Egypska þingið samanstendur af tveimur deildum. Samkunda Fólksins eða Majlis al Shaab er neðri deild þingsins. Hún samanstendur af 498 kjörnum og 10 skipuðum fulltrúum. Efri deildin kallast Shura Ráðið (e. the Shura Council) og samanstendur af 270 kjörnum og 90 skipuðum fulltrúum. Forsetinn fer fyrir framkvæmdarvaldinu. Hann er kosinn í allsherjarkosningum.<ref>OECD, „e-Government studies“  http://www.oecd-ilibrary.org/governance/oecd-e-government-studies-egypt-2012_9789264178786-en (sótt 8. Apríl 2016)</ref> Forsetinn þarf að uppfylla ýmis skilyrði, meðal annars þarf hann að vera Egypskur ríkisborgari, báðir foreldrar hans þurfa að vera Egypskir, hann þarf að hafa sinnt herskyldu og hafa náð 40 ára aldri. Dómsvaldið í Egyptalandi er óháð framkvæmdar og löggjafarvaldinu. Egypska dómskerfið samanstendur af veraldlegum og trúarlegum dómstólum.<ref>„Egypt‘s new constitution to be followed by tackling key political lawshttp,“''ahramonline'', 19.Janúar 2014 ://english.ahram.org.eg/News/91969.aspx (sótt 6.apríl 2016)</ref>
 
'''Írak.'''
Óskráður notandi