Munur á milli breytinga „Isaac Newton“

m
Tók aftur breytingar 31.209.138.189 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Ah3kal
m (Tók aftur breytingar 31.209.138.189 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Ah3kal)
''Newton, getur einnig átt við [[SI]]-mælieininguna [[njúton]].''
 
'''Sir Isaac Newton''' ([[1642]] – [[1727]]) var enskur , [[stærðfræði]]ngur, [[eðlisfræði]]ngur, [[stjarnfræðingur]], [[náttúruspekingur]] og [[gullgerðarlist|gullgerðarmaður]]. Hann bar höfuð og herðar yfir flesta samtímamenn sína og gjörbylti [[stærðfræði]] og [[eðlisfræði]] [[17. öldin|17. aldar]]. Framlög hans til þessara fræða voru meðal annars [[örsmæðareikningur]], [[klassísk aflfræði|aflfræðin]], [[þyngdarlögmálið]], lögmálið um hreyfingu reikistjarna á braut, [[tvíliðuröðin]] (binomial series), [[aðferð Newtons]] í tölulegri greiningu auk mikilla fræða um lausnir jafna og fleira. Hann var mikilvægur boðberi [[upplýsingin|upplýsingarinnar]].
 
Newton sagðist þola illa gagnrýni og þess vegna birti hann ekki niðurstöður rannsókna sinna fyrr en seint og um síðir og sumar aldrei. Sem dæmi um þetta er sagt að [[Edmund Halley]], sem [[halastjarna]] [[Halastjarna Halleys|Halleys]] er kennd við, hafi árið [[1684]] stungið upp á því við Newton að hann kannaði hvernig það aðdráttarlögmál væri, sem leiddi af sér niðurstöður [[Johannes Kepler|Keplers]] um hreyfingar reikistjarnanna. Þá svaraði Newton því til, að þetta væri hann búinn að leiða út fyrir mörgum árum, það væri lögmálið um andhverfu fjarlægðarinnar í öðru veldi. Halley var undrandi á að Newton skyldi ekki hafa gefið þetta út, og skoraði á hann að birta niðurstöður rannsókna sinna. Newton lét loks af því verða árið [[1687]], er hann gaf út höfuðrit sitt ''Philosophiae Naturalis Principia Mathematica'', oftst nefnt [[Principia]]. Hin frægu þrjú [[lögmál Newtons]], sem hann setti fram í Principia, leggja grunninn að klassískri aflfræði, en 2. lögmálið gefur tengsl [[kraftur|krafts]] og [[hröðun]]ar á þann veg að kraftur sé jafn margfeldi [[massi|massa]] og hröðunar, þ.e. ''F'' = ''ma''. (Lögmál Newtons stóðu óhögguð í rúm 200 ár, en [[afstæðiskenningin]] sýndi að breyta þurfti þeim þegar fengist var við hluti sem fara með hraða, sem er nærri [[ljóshraði|ljóshraða]].)