„Mið-Austurlönd“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 258:
Konungsríkið Sádí-Arabía er einræðisríki sem gengur í arf. Árið 1992 vöru sett lög um rétt og ábyrgð ríkistjórnarinnar sem kallast Grunn lög um stjórnunarhætti (e. Basiv Law of Governance). Konungur Sádí-Arabía er einnig forsætisráðherra, þjóðhöfðingi og æðsti stjórnandi hersins. Embætti konungs gengur í arf. Ríkistjórnin eða Ráðherraráðið (e.Council of Ministers) er skipað af konungi á fjögurra ára fresti og er oftast mannað meðlimum konungsfjölskyldunnar. Löggjafarvaldið er í höndum konungs en hann hefur ráðgefandi þing (e. Consultive Counsil) sem er þekkt sem Majlis as-Shura eða Shura Ráðið (e. Shura Council). Ráðið samanstendur af 150 meðlimum sem eru skipaðir til 4 ára. Árið 2011 tilkynnti konungur að konur mættur sitja í ráðinu og skipaði 30 konur í ráðið. Löggjafarvald Sádí-Arabíu fylgir Sharia lögum Íslamstrúar. Réttarkerfi Sádía-Arabíu samanstendur af þremur megin hlutum. Fyrsta tilfellis dómstólum (e. Courts of the First Instance) sem eru almennir dómstólar. Dómstólar ógildinga (e.Courts of Cassation) og æðstu dómstólar (e. Supreme Judicial Council).    
 
'''Súdan.'''
 
Súdan er formlega lýðræðisríki, nánar tiltekið ríki sem býr við forsetaræði. Forsetin er þjóðarleiðtogi og fer með framkvæmdarvaldið. Forsetinn fer í forsvari fyrir ríkistjórnina. Hann er einnig æðsti stjórnandi hersins. Bæði ríkistjórnin og þingið fara með löggjafarvaldið. Þingið skiptist í tvær deildir. Neðri deildin kallast Þjóðþingið (e. the National Assembly) og efri deildin kallast Ríkisráðið (e. the Council of States). Dómsvaldið er sjálfstætt en Stjórnarskrárrétturinn(e. Constitutional Court) fer með það. 
 
'''Sýrland.'''
Lína 264 ⟶ 266:
Sýrland er formlega lýðræðisríki sem býr við forsetaþingræði. Forsetinn er þjóðhöfðingi, hann fer fyrir framkvæmdarvaldinu ásamt því að vera æðsti yfirmaður hersins. Forsetinn er kosin í allsherjarkosningum á 7 ára fresti. Forsetinn skipar forsætisráðherra. Þing fólksins eða Majlis al-shaab fer með löggjafarvald í sýrlandi. Þingið situr í einni deild og er kosið í allsherjarkosningum á 4 ára fresti. Dómsvaldið er óháð framkvæmdar- og löggjafarvaldinu, dómarar eru tilnefndir af forsetanum en síðan skipaðir af æðsta dómsráðinu (e. supreme judical council.)
 
'''Túnis.'''
 
Túnis er lýðræðisríki, nánar tiltekið ríki sem býr við forsetaþingræði. Forsetinn fer með framkvæmdarvaldið en hann er kosinn í allsherjarkosningum til 5 ára í senn. Forsetinn skipar forsætisráðherrann og ríkisstjórnina. Þingið fer með löggjafarvaldið í Túnis en það kallast Samkunda fulltrúa fólksins (e. Assembly of the representatives of the People). Á þinginu sitja 217 fulltrúar sem eru kosnir í allsherjarkosningum. Löggjöf í túnis byggist á frönskum lögum og Sharia lögum Íslams trúar. Dómsvaldið er óháð framkvæmdar- og löggjafarvaldinu. Æðsti dómstóll Túnis nefnist Hæstiréttur (e.Supreme Court).
 
'''Tyrkland.'''