Munur á milli breytinga „Mið-Austurlönd“

Í Mið-Austurlöndum býr ekki einsleitur hópur fólks heldur má finna þar marga og fjölbreytta þjóðernishópa (e. ethnic groups) og enn fleiri tungumál.<ref>Anderson, E. (2000). ''Middle East: Geography and geopolitics''. New York: Routledge.</ref> Helstu þjóðernishópanir eru [[Arabar]], Tyrkir, Persar (Íranir) og [[Kúrdar]]. Í sumum heimildum er fólkinu skipt í Evrópubúa eða Asíubúa.<ref>[https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/geos/ba.html] CIA. Sótt 6. apríl 2016</ref> Sú skipting er of mikil einföldun þar sem þetta eru ekki þjóðernishópar.
 
Tungumál Mið-Austurlanda eru [[Semísk tungumál|semitísk]] (þá aðallega arabíska, hebreska og arameíska), [[Indóevrópsk tungumál|indóevrópsk]] (aðallega persneska, kúrdíska, Luri og Baluchi) og [[Altaí]] (aðallega tyrkneska, turkmenska og Azeri).<ref>Takac, S. A. og Cline, E. H. (ritstjórar). (2015). ''The Ancient world.'' London: Routledge.</ref> Innan hvers lands má oft á tíðum finna fjöldan allan af tungumálum.
Þess má þó geta að til eru mismunandi mállýskur hinna ýmsu tungumála í Mið-Austurlöndum, eins og í [[Arabíska|arabísku]]. Og þar með er t.d. arabíska í einu landi ekki endilega töluð eins og arabíska í öðru landi.
 
Óskráður notandi