„Efahyggja“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Cessator (spjall | framlög)
Lína 7:
 
==Saga==
Efahyggja varð til í Grikklandi til forna. Hún átti sér tvær rætur. Annars vegar voru upphafsmenn hennar þeir [[Arkesilás]] og [[Karneades]] sem voru ''akademískir heimspekingar'', þ.e. þeir tilheyrðu Akademíunni, sem var skóli sem [[Platon]] stofnaði í [[Aþena|Aþenu]] um 385 f.o.t. Á 3. öld f.o.t. voru akademískir heimspekingar farnir að túlka samræður Platons sem efahyggjurit og töldu að Sókrates hefði verið efahyggjumaður. Þessir efahyggjumenn (sem nefndust ekki efahyggjumenn á sínum tíma, heldur akademískir heimspekingar) áttu fyrst og fremst í rökræðum við [[Stóuspeki|stóumenn]] og frá forsendum stóumanna leiddu þeir út að ekki væri hægt að vita neitt; sjálfir tóku þeir ekki undir forsendur stóumanna og héldu engu fram.
 
Hin rót efahyggjunnar er hjá [[Pyrrhon]]i frá Elís (um 360-275 f.o.t.) sem var sjálfur undir áhrifum frá [[Demókrítos]]i. Pyrrhon hélt því fram að það væri ekki hægt að vita neitt vegna þess að heimurinn væri óákvarðanlegur og ómælanlegur. Í stað þess að leita þekkingar ætti maður að sætta sig við að ekkert væri hægt að vita, losa sig við skoðanir sínar og því myndi fylgja sálarró. Strangt tekið er þetta viðhorf ekki efahyggja (sem ekki gæti fullyrt að ekkert væri hægt að vita) heldur ''neikvæð kenning um möguleikann á þekkingu''.