„Mið-Austurlönd“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 200:
Íslamska lýðveldið Íran er eina klerkaveldið (e.theocracy) í heiminum. Klerkaveldi sem stjórnskipan flokkast undir einræði. Klerkaveldi er stjórnarform þar sem æðsti valdhafi er sagður fara með vald Guðs, öll löggjöf byggir á trúarbrögðum og á að tjá vilja Guðs. Íslamska lýðveldið Íran var sett á fót árið 1979 í kjölfari byltingar gegn einveldisstjórn Mohammad-Reza Shah Pahlavi. Tvær tegundir stjórnsýslu stofnanna eru við lýði í Íran. Embætti sem er kosið í og embætti sem er skipað í. Kerfið flækist síðan vegna tilvistar hinna mörgu valdakjarna (e.multiple power centers). Hinir svokölluðu valdakjarnar eru stofnanir sem eru hugsaðar sem trúarleg viðbót við hinar hefðbundnu ríkistofnanir. Þar af leiðandi deila valdakjarnarnir ábyrgð með þeim stofnunum sem þeir eru viðbót við. Æðsta yfirvald íslamska lýðveldisins Íran er embætti leiðtogans (e.supreme leader). Embættið sameinar trúarlegt og veraldlegt yfirvald. Leiðtoginn er skipaður ævilangt af samkundu sérfræðinga. Samkundan samanstendur af 86 klerkum sem eru kosnir til átta ára í senn. Forsetinn er kosin með allsherjar kosningu á fjögurra ára fresti. Hann verður að vera twelver Shiite og karlkyns. Hann þarf ekki að vera klerkur þrátt fyrir að það sé algengast. Forsetinn fer fyrir framkvæmdarvaldinu fyrir utan þau málefni sem Leiðtoginn sér um. Forsetinn skrifar undir frumvörp sem þingið hefur samþykkt og staðfestir þau sem lög. Hann skipar meðlimi ríkistjórnarinnar (e. Cabinet) og ríkistjóra fylkja (e.provincial governors). Þingið getu lýst yfir vantrausti á forsetan og leiðtoginn síðan svipt hann embætti í kjölfarið. Íranska þingið situr í einni deild og er kallað Majles. Það samanstendur af 290 þingmönnum sem eru kosnir í allsherjar kosningum til fjögurra ára í senn. Allir nema fimm af meðlimum þingsins þurfa að vera múslimar. Stjórnarskrá Íran kveður á um að Kristnir eigi að hafa þrjá fulltrúa á þingi, Gyðingar einn og Zaraþústrar einn. Þingið hefur löggjafarvald en löggjöfin má ekki ganga gegn stjórnarskránni eða Islam. Samkvæmt 156.grein stjórnarskrár Íran er dómsvaldið óháð framkvæmdar- og löggjafarvaldinu. Leiðtoginn skipar æðsta yfirmann dómkerfisins sem útnefnir síðan forseta hæstaréttar (e. head of the supreme court).
 
'''Israel.'''
 
Ísrael er lýðræðisríki, nánar tiltekið þingræðisríki. Ísraelska ríkisvaldið skiptist í þrjá hluta. Framkvæmdarvald, Löggjafarvald og Dómsvald. Forsætisráðherra Ísrael fer fyrir framkvæmdarvaldinu. Ísraelska þingið fer með löggjafarvaldið og kallast Knesset. Þingið situr í einni deild og hefur 120 fulltrúa sem er kosnir í allsherjarkosningum. Dómsvaldið er óháð framkvæmdar- og löggjafarvaldinu. Þrátt fyrir að Ísrael hefur ekki stjórnaskrá hefur ríkið svokölluð grunnlög sem þjóna á vissan hátt sama hlutverki. Forseti Ísrael er kosinn af þinginu til 7 ára í senn. Hann talar fyrir hönd Ísrael í alþjóðakerfinu en hefur lítil raunveruleg völd.
Jemen.
 
'''Jemen.'''
 
Stjórnarfar í Jemen er óljóst í dag vegna yfirtöku vopnaðra samtaka sem kallast Houthis eða Ansar Allah á árunum 2014-2015. Samtökin tóki ríkið yfir og tilkynntu að þau myndu leysa upp þáverandi stjórnfyrirkomulag.
 
'''Jórdanía.'''
Lína 210 ⟶ 214:
'''Líbanon'''.
 
Líbanon er lýðræðisríki, nánar tiltekið þingræðisríki. Ríkisvaldinu er skipt eftir stjórnarskrá landsins í löggjafarvald, framkvæmdarvald og óháð dómsvald. Löggjafarvaldið liggur hjá Fulltrúaþinginu (e. Chamber of deputies) sem saman stendur af 128 fulltrúum sem eru kosnir á 4 ára fresti í allsherjarkosningum. Ríkistjórn Líbanon fer með framkvæmdarvaldið með forsætisráðherra landsins í forsvari. Dómsvaldið liggur hjá sjálfstæðum dómstólum.
Marokkó.
 
'''Marokkó.'''
 
'''Óman.'''
 
Óman er einræðisríki nánar til tekið konungsríki. Í Oman er Soldánin (konungur) bæði þjóðarleiðtogi og forsætisráðherra ríkistjórnarinnar, sem fer með framkvæmdarvaldið. Soldánin fer með löggjafarvaldið en hefur ráðgefandi ráð kallað ráðherraráðið (e.Council of  Ministers) sem er skipað 27 meðlimum. Ráðherraráðið hefur þó engin raunverulög völd. Dómskerfi Oman byggir á túlkun Ibadi á hinum Íslömsku sharia lögum. Dómstólar fara eftir héruðum og er stjórnað í samvinnu við gadi. Gadi er dómari sem hefur fengið stöðu sína annað hvort með því að útskrifast frá háskóla með gráðu í Íslömskum lögum eða með því að hafa stundað nám hjá innlendum trúarbragða sérfræðingum. Þrátt fyrir að stýrast mest af sharia lögum reynir dómskerfið að komast að niðurstöðu sem er sanngjörn öllum aðilum. Þar af leiðandi hafa ættbálkalög í mörgum tilvikum blandast trúarlegum lögum.    
 
'''Pakistan.'''
 
'''Palestína.'''
 
'''Sameinuðu Arabísku Furstadæmin.'''
 
Sameinuðu Arabísku Furstadæmin eru sambandsríki sem samanstendur af sjö ríkjum sem búa við einræði. Þau eru: Abu Dhabi, Ajman, Dubai,Fujairah, Ras al-khaimah, Sharjah og  Umm al-Quwain. Ríkin búa við bráðabirgða stjórnarskrá sem var sett 1972. Stjórnarskráin skiptir ríkisvaldinu í löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Hún skiptir einnig löggjafar- og framkvæmdarvaldinu í alríkislögsögu og lögsögu furstadæmanna. Ríkistjórnin fer með utanríkisstefnu sambandsríkjanna, vörn þeirra og öryggismál, innflytjendamál og samskiptamál. Furstarnir fara með önnur völd. Framkvæmdarvaldið samanstendur af Æðsta ráði sambandsins( e.supreme council), Ráðherraráðinu (e.Cabin of Ministers) og forsetanum. Æðsta ráðið fer með löggjafar og framkvæmdarvaldið á alríkisstiginu. Æðsta ráðið samanstendur af furstum ríkjanna sjö. Það kýs innan sinna raða formann og varaformann til fimm ára í senn. Æðsta ráðið sér um alla stefnumótun og löggjöf fyrir alríkið. Forsetinn er stjórnarformaðu æðsta ráðsins, hann er þjóðhöfðingi og æðsti stjórnandi varnarliðs furstadæmanna. Forsetinn skipar forsætisráðherrann, Vara forsætisráðherrana tvo, ráðherra ríkistjórnarinnar og alla æðstu yfirmenn hersins. Dómsvaldið er óháð framkvæmdar- og löggjafarvaldinu. Það samanstendur of forseta dómsvaldsins og fimm öðrum dómurum sem eru skipaðir af Forseta furstadæmanna. Skipan þeirra er hins vegar einnig háð samþykki æðsta ráðsins.    
 
'''Sádí-Arabía'''
 
Konungsríkið Sádí-Arabía er einræðisríki sem gengur í arf. Árið 1992 vöru sett lög um rétt og ábyrgð ríkistjórnarinnar sem kallast Grunn lög um stjórnunarhætti (e. Basiv Law of Governance). Konungur Sádí-Arabía er einnig forsætisráðherra, þjóðhöfðingi og æðsti stjórnandi hersins. Embætti konungs gengur í arf. Ríkistjórnin eða Ráðherraráðið (e.Council of Ministers) er skipað af konungi á fjögurra ára fresti og er oftast mannað meðlimum konungsfjölskyldunnar. Löggjafarvaldið er í höndum konungs en hann hefur ráðgefandi þing (e. Consultive Counsil) sem er þekkt sem Majlis as-Shura eða Shura Ráðið (e. Shura Council). Ráðið samanstendur af 150 meðlimum sem eru skipaðir til 4 ára. Árið 2011 tilkynnti konungur að konur mættur sitja í ráðinu og skipaði 30 konur í ráðið. Löggjafarvald Sádí-Arabíu fylgir Sharia lögum Íslamstrúar. Réttarkerfi Sádía-Arabíu samanstendur af þremur megin hlutum. Fyrsta tilfellis dómstólum (e. Courts of the First Instance) sem eru almennir dómstólar. Dómstólar ógildinga (e.Courts of Cassation) og æðstu dómstólar (e. Supreme Judicial Council).    
 
Súdan.