„Mið-Austurlönd“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 192:
Egyptaland er formlega lýðræðisríki með forsetaþingræði. Stjórnskipan Egyptalands hvílir á stjórnarskrá sem var sett árið 1971, en endurbætt og aðlöguð að hinni nýju stjórnskipan í þjóðaratkvæðagreiðslu 19.mars 2011. Egypska þingið samanstendur af tveimur deildum. Samkunda Fólksins eða Majlis al Shaab er neðri deild þingsins. Hún samanstendur af 498 kjörnum og 10 skipuðum fulltrúum. Efri deildin kallast Shura Ráðið (e. the Shura Council) og samanstendur af 270 kjörnum og 90 skipuðum fulltrúum. Forsetinn fer fyrir framkvæmdarvaldinu. Hann er kosinn í allsherjarkosningum. Forsetinn þarf að uppfylla ýmis skilyrði, meðal annars þarf hann að vera Egypskur ríkisborgari, báðir foreldrar hans þurfa að vera Egypskir, hann þarf að hafa sinnt herskyldu og hafa náð 40 ára aldri. Dómsvaldið í Egyptalandi er óháð framkvæmdar og löggjafarvaldinu. Egypska dómskerfið samanstendur af veraldlegum og trúarlegum dómstólum.
 
'''Írak.'''
 
Írak er lýðræðisríki, nánar tiltekið sambandsríki sem býr við þingræði. Forsætisráðherra Írak fer með framkvæmdarvaldið ásamt forsetanum og ríkistjórn Írak sem kallast ráðherraráðið (e. Council of Ministers) Löggjafarvaldið er í honum tveggja löggjafarsamkundna, fulltrúaráðsins (e. Council of representatives) og Sambandsráðsins (e. Federation Council). Dómsvaldið í Írak er óháð framkvæmdar- og löggjafarvaldinu.
 
'''Íran.'''
Lína 206 ⟶ 208:
Jórdanía er einræðisríki, nánar tiltekið konungsríki sem er bundið af stjórnarskrá. Stjórnarskráin skiptir völdum ríkistjórnarinnar í framkvæmdarvald, löggjafarvald og dómsvald. Löggjafarvaldið er bæði í höndum konungs og þingsins. Konungurinn fer líka með framkvæmdarvaldið með aðstoð ríkistjórnarinnar sem er kölluð Ráðherraráðið (e. Council of Ministers). Dómsvaldið er falið sjálfstæðum dómstólum sem eru óháðir framkvæmdar- og löggjafarvaldinu. Löggjafarþingið er kallað þjóðþingið og situr í tveimur deildum. Efri deildin kallast Öldungadeild (e. House of Notbles). Hún hefur 30 fulltrúa skipaða af konungi. Konungur skipar þingmennina til 4 ára í senn í tveimur helmingum, annan helminginn þegar tvö ár eru liðin af kjörtímabilinu. Þeir þingmann sem þá eru skipaðir sinna embætti þangað til tvö ár eru liðinn af næsta kjörtímabili. Neðri deildin kallast Fulltrúadeildin. Fulltrúadeildin hefur 30 kjörna fulltrúa. Þingið er í raun frekar valdalaust og konungur fer að mestu leiti með löggjafavaldið. Dómskerfið í Jórdaníu byggir á Sharia lögum Íslamstrúar ásamt lögum með evrópskan uppruna. Það eru þrjár tegundir dómstóla í Jórdaníu: Borgararéttur, Trúarréttur og sérstakir dómstóla (e.special courts).
 
'''Líbanon'''.
 
Marokkó.
Lína 212 ⟶ 214:
'''Óman.'''
 
Óman er einræðisríki nánar til tekið konungsríki. Í Oman er Soldánin (konungur) bæði þjóðarleiðtogi og forsætisráðherra ríkistjórnarinnar, sem fer með framkvæmdarvaldið. Soldánin fer með löggjafarvaldið en hefur ráðgefandi ráð kallað ráðherraráðið (e.Council of  Ministers) sem er skipað 27 meðlimum. Ráðherraráðið hefur þó engin raunverulög völd. Dómskerfi Oman byggir á túlkun Ibadi á hinum Íslömsku sharia lögum. Dómstólar fara eftir héruðum og er stjórnað í samvinnu við gadi. Gadi er dómari sem hefur fengið stöðu sína annað hvort með því að útskrifast frá háskóla með gráðu í Íslömskum lögum eða með því að hafa stundað nám hjá innlendum trúarbragða sérfræðingum. Þrátt fyrir að stýrast mest af sharia lögum reynir dómskerfið að komast að niðurstöðu sem er sanngjörn öllum aðilum. Þar af leiðandi hafa ættbálkalög í mörgum tilvikum blandast trúarlegum lögum.  
 
Pakistan.
Lína 220 ⟶ 222:
'''Sameinuðu Arabísku Furstadæmin.'''
 
Sameinuðu Arabísku Furstadæmin eru sambandsríki sem samanstendur af sjö ríkjum sem búa við einræði. Þau eru: Abu Dhabi, Ajman, Dubai,Fujairah, Ras al-khaimah, Sharjah og  Umm al-Quwain. Ríkin búa við bráðabirgða stjórnarskrá sem var sett 1972. Stjórnarskráin skiptir ríkisvaldinu í löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Hún skiptir einnig löggjafar- og framkvæmdarvaldinu í alríkislögsögu og lögsögu furstadæmanna. Ríkistjórnin fer með utanríkisstefnu sambandsríkjanna, vörn þeirra og öryggismál, innflytjendamál og samskiptamál. Furstarnir fara með önnur völd. Framkvæmdarvaldið samanstendur af Æðsta ráði sambandsins( e.supreme council), Ráðherraráðinu (e.Cabin of Ministers) og forsetanum. Æðsta ráðið fer með löggjafar og framkvæmdarvaldið á alríkisstiginu. Æðsta ráðið samanstendur af furstum ríkjanna sjö. Það kýs innan sinna raða formann og varaformann til fimm ára í senn. Æðsta ráðið sér um alla stefnumótun og löggjöf fyrir alríkið. Forsetinn er stjórnarformaðu æðsta ráðsins, hann er þjóðhöfðingi og æðsti stjórnandi varnarliðs furstadæmanna. Forsetinn skipar forsætisráðherrann, Vara forsætisráðherrana tvo, ráðherra ríkistjórnarinnar og alla æðstu yfirmenn hersins. Dómsvaldið er óháð framkvæmdar- og löggjafarvaldinu. Það samanstendur of forseta dómsvaldsins og fimm öðrum dómurum sem eru skipaðir af Forseta furstadæmanna. Skipan þeirra er hins vegar einnig háð samþykki æðsta ráðsins.  
 
'''Sádí-Arabía'''
 
Konungsríkið Sádí-Arabía er einræðisríki sem gengur í arf. Árið 1992 vöru sett lög um rétt og ábyrgð ríkistjórnarinnar sem kallast Grunn lög um stjórnunarhætti (e. Basiv Law of Governance). Konungur Sádí-Arabía er einnig forsætisráðherra, þjóðhöfðingi og æðsti stjórnandi hersins. Embætti konungs gengur í arf. Ríkistjórnin eða Ráðherraráðið (e.Council of Ministers) er skipað af konungi á fjögurra ára fresti og er oftast mannað meðlimum konungsfjölskyldunnar. Löggjafarvaldið er í höndum konungs en hann hefur ráðgefandi þing (e. Consultive Counsil) sem er þekkt sem Majlis as-Shura eða Shura Ráðið (e. Shura Council). Ráðið samanstendur af 150 meðlimum sem eru skipaðir til 4 ára. Árið 2011 tilkynnti konungur að konur mættur sitja í ráðinu og skipaði 30 konur í ráðið. Löggjafarvald Sádí-Arabíu fylgir Sharia lögum Íslamstrúar. Réttarkerfi Sádía-Arabíu samanstendur af þremur megin hlutum. Fyrsta tilfellis dómstólum (e. Courts of the First Instance) sem eru almennir dómstólar. Dómstólar ógildinga (e.Courts of Cassation) og æðstu dómstólar (e. Supreme Judicial Council).  
 
Súdan.