„Basel“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 70:
[[Mynd:Spalentor Basel retouched.jpg|thumb|Spalentor er gamalt borgarhlið]]
[[Mynd:Basler Rathaus.jpg|thumb|left|Ráðhúsið í Basel er eldrautt]]
* Basler Münster er gamla dómkirkjan og einkennisbygging borgarinnar. Hún var reist [[1019]]-[[1500]] í rómönskum og gotneskum stíl og var því tæp 500 ár í byggingu. Árin 1431 – 1448 var haldið kirkjuþingið mikla í borginni og hittust fundarmenn í dómkirkjunni. Í kirkjunikirkjunni var svo valinn gagnpáfi, Felix V., og settur í embætti þar. Hann sat þó stutt. Árið 1529 réðisthópurréðist hópur siðaskiptamanna inn í dómkirkjuna og eyðilagði málverk, styttur og krossa. Kirkjan varð upp frá því ekki lengur kaþólska biskupakirkjan, heldur höfuðkirkja áhangenda Zwinglis. Í kirkjunni er grafhvelfing þar sem biskuparnir í Basel frá 10. – 13. öld hvíla.
* Spalentor er gamalt borgarhlið. Það var reist eftir jarðskjálftann mikla 1356. Miðturninn er 40 metra hár, en hringlóttu hliðarturnarnir eru 28 metra háir. Í lok [[19. öldin|19. aldar]] voru borgarmúrarnir rifnir en Spalentor fékk að standa áfram. Árið [[1933]] var það friðað og sett á minjaskrá.
* Ráðhúsið í Basel stendur við aðalmarkaðstorg borgarinnar og er eldrautt að lit. Það var reist 1504 – 14, skömmu eftir inngöngu Basel í svissneska sambandið. Efniviðurinn er rauður sandsteinn. Húsið prýða mörg listaverk, freskur og styttur úr sögu Sviss og Basel. Ráðhúsið er bæði notað sem borgarskrifstofur og sem þinghús fyrir kantónuna Basel-Stadt.