Munur á milli breytinga „Jónína Bjartmarz“

ekkert breytingarágrip
m (fixing dead links)
 
Jónína lauk stúdentsprófi frá [[KHÍ]] 1974, starfaði sem skrifstofustjóri [[Lögmannafélag Íslands|Lögmannafélags Íslands]] 1978-1981 og lauk lögfræðiprófi frá [[HÍ]] 1981. Jónína var fulltrúi hjá bæjarfógeta Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Seltjarnarness og sýslumannsins í Kjósarsýslu 1981. Fulltrúi hjá yfirborgarfógeta Reykjavíkur 1982 og hjá bæjarfógeta Ísafjarðar og sýslumanni Ísafjarðarsýslu 1982-1984.
Loks fulltrúi á Lögfræðiskrifstofu Páls Arnórs Pálssonar hrl. og Stefáns Pálssonar hrl. 1984-1985. Hún stofnaði Lögfræðistofuna sf. árið 1985 ásamt eiginmanni sínum Pétri Þór Sigurðssyni, hæstaréttarlögmanni, þau eiga tvo syni. Jónína sat á þingi frá afsögn [[Finnur Ingólfsson|Finns Ingólfssonar]] í árslok 1999 til ársins 2007.
 
Jónína var formaður [[Heimili og skóli|Heimilis og skóla]], landssamtaka foreldra 1996-2004 og formaður [[Félag kvenna í atvinnurekstri|Félags kvenna í atvinnurekstri]] 1999-2001.