„Siglufjörður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 25:
Einn þekktasti íbúi Siglufjarðar á fyrri tíð var séra [[Bjarni Þorsteinsson]], sem varð sóknarprestur Siglufjarðar [[1888]] og gegndi því embætti í hálfa öld. Hann lét til sín taka í mörgum framfaramálum en er þó þekktastur fyrir [[tónverk]] sín og söfnun íslenskra [[þjóðlög|þjóðlaga]], en óhætt er að segja að hann hafi bjargað mörgum þeirra frá glötun. Nú er [[Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar]] rekið á Siglufirði og var það vígt árið [[2006]] í tilefni af aldarafmæli útkomu þjóðlagasafns Bjarna. Einnig er árlega haldin þjóðlagahátíð á Siglufirði.
Síldarmynjasafnið á Siglufirði er eitt virtasta safn landsins og það eina sem hlotið hefur evrópsku safnaverðlaunin.
Ljóðasetur Íslands tók til starfa á Siglufirði árið 2011. Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, vígði setrið við hátíðlega athöfn þann 8. júlí það ár. Á setrinu er leitast við að kynna gestum íslenskan kveðskap á fjölbreyttan og lifandi hátt. Ljóðahátíðin Glóð hefur verið haldin árlega á Siglufirði frá árinu 2007 og mörg af þekktustu ljóðskáldum landsins hafa komið þar fram auk heimamanna. Það eru Ungmennafélagið Glói og Félag um Ljóðasetur Íslands sem standa að hátíðinni. Alþóðlega samvinnuverkefnið REITIR hefur einnig verið haldið árlega á Siglufirði síðan 2012.
 
== Tenglar ==