Halldóra og Sighvatur áttu tvær dætur þær Sigríði og Steinvör, Sigríði vantaði.
mEkkert breytingarágrip |
Halldóra og Sighvatur áttu tvær dætur þær Sigríði og Steinvör, Sigríði vantaði. |
||
Lína 1:
'''Halldóra Tumadóttir''' (um [[1180]] – [[1247]]) var íslensk kona á [[Sturlungaöld]]. Hún var af ætt [[Ásbirningar|Ásbirninga]] og [[Haukdælir|Haukdæla]], dóttir [[Tumi Kolbeinsson|Tuma Kolbeinssonar]] og konu hans Þuríðar, dóttur [[Gissur Hallsson|Gissurar Hallssonar]] í Haukadal, og því systir þeirra [[Kolbeinn Tumason|Kolbeins]] og [[Arnór Tumason|Arnórs Tumasona]]. Stjúpfaðir hennar var [[Sigurður Ormsson]] á [[Svínafell]]i í [[Öræfasveit|Öræfum]] og þar ólst hún að einhverju leyti upp.
Halldóra giftist [[Sighvatur Sturluson|Sighvati Sturlusyni]] [[1197]] og bjuggu þau framan af í Dölum en fluttust árið 1215 að [[Grund (Eyjafjarðarsveit)|Grund]] í Eyjafirði og bjuggu þar síðan, þar til Sighvatur og fjórir synir þeirra féllu í [[Örlygsstaðabardagi|Örlygsstaðabardaga]] [[1238]]. Þótt bæði [[Kolbeinn ungi Arnórsson|Kolbeinn ungi]] og [[Gissur Þorvaldsson]] væru náfrændur Halldóru hröktu þeir hana frá Grund ásamt [[Tumi Sighvatsson yngri|Tuma yngri]], sem einn lifði af sonum hennar fyrir utan [[Þórður kakali Sighvatsson|Þórð kakala]], sem var í Noregi. Hún hitti Þórð þegar hann kom í land á [[Gásir|Gásum]] 1242 og lifði að sjá hann verða valdamesta mann landsins því að hún dó haustið 1247. Þá lifði Þórður einn af sjö sonum þeirra Sighvats en auk þess áttu þau
[[Flokkur:Ásbirningar]]
|