„Bringuhár“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Rural.Resistance (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1:
 
[[File:Alex Baresi.jpg|thumb|„Loðinn“ karlmaður með [[skegg]]]]
[[File:Bringuhar.jpg|thumb|350px|Bringuhár karlmanns]]
'''Bringuhár''' er almennt heiti yfir þekju [[líkamshár]]a sem vex á brjósti karlmanna. Hárvöxturinn er mismunandi milli einstaklinga og stjórnast bæði af [[DNA|erfðum]] og svo magni [[Hormón|karlhormóna]] í blóði, hárin fara að vaxa á lokastigi [[kynþroskaskeið]]sins. Bringuhár geta þakið svæði allt frá skeggrót á hálsi, yfir axlir og niður eftir endilöngum kvið karlmannsins þar sem þau tengjast [[skapahár|hreðjaskeggi]] hans. Þéttleikinn og þau svæði sem bringuhár manna þekja eru mjög mismunandi eftir einstaklingum sem og [[kynþáttur|kynþáttum]], þar eru karlmenn af evrópskum og mið-austurlenskum uppruna í hópi þeirra sem hafa mesta hárvöxtin. Bringuhár eru oft flokkuð í mynstur eftir fjórum algengustu svæðunum þar sem þau vaxa, en karlmenn sem hafa mikinn og þéttann hárvöxt á bringu og líkama eru gjarnan kallaðir „loðnir“. Þrátt fyrir sérstætt líffræðilegt gildi þá hafa bringuhár karlmannsins einnig haft stórt menningarlegt gildi í gegnum mannkynssöguna. Í einstaka menningarheimum, einkum austrænum, voru bringuhár álitin dýrsleg og villimannsleg, en öðrum, einkum [[Norður-Evrópa|Norður-Evrópu]], [[Ísland]]i og [[Skandinavía|Skandinavíu]] voru bæði mikil bringuhár og þétt [[skegg]] álitin merki um kyngetu, styrk, karlmennsku og fegurð.<ref name="Encyclopedia of Hair: A Cultural History by Victoria Sherrow">Victoria Sherrow (2006). ''Encyclopedia of Hair: A Cultural History''.</ref>