„Ingimar Eydal“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 1:
'''Ingimar Eydal''' var íslenskur tónlistarmaður. Hann var einn vinsælasti hljómsveitarstjóri hér á landi og fjölhæfur tónlistarmaður.
 
Ingimar fæddist á [[Akureyri]] árið 1936. Foreldrar hans voru Hörður Ólafur Eydal, starfsmaður Mjólkursamlags KEA á Akureyri, og Pálína Indriðadóttir húsfreyja. Ingimar hóf að spila fyrir dansi þrettán ára með Karli Adolfssyni á Hótel Norðurlandi, spilaði í Alþýðuhúsinu á Akureyri 1952-54, á Hótel KEA 1954-56, á Hótel Borg 1956-57 og í Alþýðuhúsinu 1956-63. Hann stofnaði eigin hljómsveit 1962, [[Hljómsveit Ingimars Eydal]] sem lék í Sjallanum á Akureyri um margra áratuga skeið. Meðal þekktari laga hljómsveitarinnar voru [[Hljómsveit Ingimars Eydal - Á sjó|''Á sjó'']], [[Hljómsveit Ingimars Eydal - Vor í Vaglaskógi|''Vor í Vaglaskógi'']], ''Í sól og sumaryl'', ''Hún er svo sæt'' og ''Litla sæta ljúfan góða''. Hann vann með tónlistarmönnum eins og [[Vilhjálmur Vilhjálmsson (söngvari)|Vilhjálmi VilhjámssyniVilhjálmssyni]], [[Helena Eyjólfsdóttir|Helenu Eyjólfsdóttir]], [[Þorvaldur Halldórsson|Þorvaldi Halldórssyni]] og bróður sínum [[Finnur Eydal|Finni Eydal]].
 
Ingimar lauk kennaraprófi frá KÍ 1957 og stundaði viðbótarnám við [[Kennaraháskóli Íslands|KHÍ]]. Hann kenndi við Tónlistarskólann á Dalvík 1964-66 og við Gagnfræðaskólann á Akureyri um langt árabil frá 1967.