„Þýsku riddararnir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dexbot (spjall | framlög)
m Removing Link GA template (handled by wikidata)
Gytha (spjall | framlög)
m →‎Saga: better quality image
Lína 10:
 
Þann [[1. nóvember]] [[1346]] keypti reglan hertogadæmið [[Eistland]] af [[Valdimar atterdag]] Dankonungi. Þá náði ríki Þýsku riddaranna yfir alla austanverða strönd Eystrasalts, frá [[Prússland]]i norður til Eistlands. Oft kom þó til [[uppreisn]]a gegn þeim og þeir áttu í skærum við konunga [[Pólland]]s og [[stórhertogadæmið Litháen]]. Eftir að Litháar, síðasta heiðna þjóð Evrópu, tóku kristni [[1387]] má segja að tilgangi reglunnar hafi verið náð og hún hafði ekki lengur fyrir neinu að berjast. Hún hélt þó áfram starfsemi, réði yfir víðáttumiklum löndum og var stórauðug.
[[Mynd:Matejko_Battle_of_GrunwaldJan Matejko, Bitwa pod Grunwaldem.jpg|thumb|right|Orrustan við Grünwald.]]
Pólverjar og Litháar gengu í bandalag gengn Þýsku riddurunum og sigruðu þá í [[orrustan við Grünwald|orrustunni við Grünwald]] árið [[1410]], sem var einn fjölmennasti bardagi miðalda í Evrópu. Flestir leiðtogar riddaranna féllu eða voru teknir til fanga og þótt reglan héldi löndum sínum að mestu í friðarsamningunum eftir bardagann varð hernaðarmáttur hennar aldrei sá sami og fjárhagurinn fór líka versnandi svo að riddararnir höfðu ekki efni á að leigja sér málaliða í sama mæli og áður.