„Naumhyggjulífsstíll“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 80:
=== Ruslarar ===
Ruslari er sá [[Aðgerðasinni|aðgerðarsinni]] sem í stað þess að versla sér til matar rænir mat úr ruslagámum kjörbúða. Hugmyndin bak við lífstíl Ruslara er sú að kjörbúðir henda á hverjum degi fullkomlega góðum mat sem ekki er lengur hægt að selja, maturinn er oftar en ekki merktur sem útrunnin þó að raunlíftími hans sé lengri. Aðgerðin að kafa eftir rusli eru mótmæli þeirra gegn neysluhyggjunni með því að nýta það sem aðrir henda.Með aðgerðum sínum hafa Ruslarar vakið athygli á gríðarlegri eyðslu kjörbúða. Hjá flestum þeirra er þetta naumhyggjulífstíll meðan aðrir gera þetta af nauðsyn.<ref>http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/ruslarar-lifa-a-mat-ur-ruslagamum-hopur-folks-a-islandi-lifir-a-thvi-sem-stormarkadir-henda
</ref>
 
=== No waste ===
Þeir sem stunda svokallaðan no waste lífstíl eða lífstíl án úrgangs hafa breytt lífi sínu á þann hátt að þeir framleiða ekkert rusl sem fer í ruslagáma og síðan á urðunarstað. Þess í stað endurvinna þeir, molta og endurnýta. í stað þess að kaupa ný föt, kaupa þeir einungis notuð föt, í stað plastpoka nota þeir fjölnota taupoka og reyna eftir fremsta megni að nota ekkert plast heldur finna þess í stað endurvinnanlegar vörur eða vörur sem má molta. Með þessari lífstílsbreytingu vonast þeir eftir því að minnka áhrif sín á hlínun jarðar og offramleyðslu óendurnýtanlegs úrgangs, en einnig hafa breytingarnar naumhyggin gildi svo sem að draga úr drasli á heimili sínu og nær umhverfi. Aðgerðarsinnar sem aðhyllast þennan lífstíl tala líka um bætt lífsgæði vegna þess hve mikil eiturefni geta fylgt plasti, teflon og ýmsum hreynsivörum sem þeir hafa útilokað.
 
== Lífstíll ==