„Síle“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 63:
'''Lýðveldið Síle''', stundum ritað '''Chile''' ([[spænska]] {{Hljóð|RepChile.ogg|''República de Chile''}}), er [[land]] í [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]] á langri ræmu milli [[Andesfjöll|Andesfjalla]] og [[Kyrrahaf]]sins. Í norðri liggur landið að [[Perú]], [[Bólivía|Bólivíu]] í norðaustri, [[Argentína|Argentínu]] í austri og [[Drakesund]] í suðurhlutanum. Kyrrahafið mótar [[landamæri]] landsins að fullu í vestri, þar sem að strandlengjan er yfir 6,435 kílómetra á lengd.<ref>https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/geos/ci.html#Geo</ref> Yfirráðasvæði Chile nær til Kyrrahafsins sem felur í sér [[Juan Fernández eyjurnar]], [[Desventuradas eyjurnar]], [[Sala y Gómez eyja]]r og [[Páskaeyja]]r sem er staðsett í [[Pólýnesía|Pólýnesíu]]. Chile gerir tilkall til 1.250.000 km² af [[Suðurskautslandið|Suðurskautslandinu]].
 
==Landsvæði og náttúrufar==
Óvanaleg lögun Chile - 4.300 km á lengd og að meðaltali 175 km á breidd - er orskök þess að landið hefur fjölbreytilegt loftslag, eða allt frá heimsins þurrustu eyðimörk - [[Atacama]] - í norðri, í gegnum miðjarðarhafsloftslag í miðju landsins, til snjóþaktra Andesfjalla í suðri, ásamt [[Ísjökull|jöklum]], [[Fjörður|fjörðum]] og [[Lækur|lækjum]].<ref name="BBC-Chile">[http://news.bbc.co.uk/2/hi/americas/country_profiles/1222764.stm]</ref> Eyðimörkin í norðri er rík af steinefnum og þá aðallega [[kopar]]. Lítið landsvæði í miðju Chile er ríkjandi hvað varðar mannfjölda og landbúnað. Það er einnig miðpunktur menningar og stjórnmála þaðan sem að landið þandist út á 19. öld, þegar það innlimaði svæði í norðri og suðri. Í suðri er mikið um [[Skógur|skóga]] og graslendi en þar finnst einnig röð [[eldfjall]]a og lækja. Suður-ströndin er völundarhús fjarða, [[vík]]a, [[Skurður|skurða]], hlykkjóttra [[Skagi|skaga]] og [[eyja]]. [[Andesfjöll]]in eru á austurlandamærum landsins. Þjóðartré Chile er [[apahrellir]].
 
== Orðsifjar ==
Lína 70 ⟶ 71:
Til eru ýmsar kenningar um uppruna orðsins „''Chile''“. Samkvæmt einni kenningu kölluðu [[Inkaveldið|Inkarnir]] frá Perú, sem hafði mistekist að sigra [[Mapuche-menn]]ina, dal fjallsins [[Akonkagúa]] ''Chili'' eftir ''Tili'', höfðingja ættbálks sem réð ríkjum þar á tímum innrásar Inkanna.<ref name="encina">Encina, Francisco A., and Leopoldo Castedo. Resumen de la Historia de Chile. 4th ed. Santiago: Zig-Zag, 1961.</ref> Önnur kenning bendir á að Akonkagúadalur og [[Kasmadalur]] í Perú séu sviplíkir, en þar var bær og dalur sem hét ''Chili''.<ref name="encina"/> Aðrar kenningar segja að nafnið „Chile“ eigi rætur sínar að rekja til orðs Mapuche-manna ''Chilli'' sem getur þýtt „þar sem landið endar“<ref name="hudson">Hudson, Rex A., ed. "[http://lcweb2.loc.gov/frd/cs/cltoc.html Chile: A Country Study]." GPO for the Library of Congress. 1995. February 27, 2005</ref>, „innsti staður [[Jörðin|Jarðar]]“ eða „mávar“; eða frá [[quechua]] orðinu ''chin'', „kuldi“, eða [[aímaríska]] orðinu ''tchili'' sem þýðir „snjór“. Önnur merking sem rakin er til ''Chilli'' er hljóðlíkingin ''cheele-cheele'', sem er eftirlíking Mapuche-manna af kvakhljóði fugla. [[Spánn|Spænsku]] [[landvinningamaður|landvinningamennirnir]] fréttu af þessu nafni frá Inkunum og þeir fáu sem lifðu af leiðangur [[Diego de Almagro|Diegos de Almagro]] suður frá Perú árið 1535-36 kölluðu sig „mennina frá Chilli“.
 
== SagaSöguágrip ==
Fyrir um 10.000 árum settust [[frumbyggjar Ameríku]] að í frjóum dölum og með fram stöndum þessa lands sem nú er þekkt sem Chile.