„Tadsíkistan“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kat9988 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 34:
'''Tadsjikistan''' er [[land]] í [[Mið-Asía|Mið-Asíu]] með landamæri að [[Afganistan]] í suðri, [[Kína]] í austri, [[Kirgisistan]] í norðri og [[Úsbekistan]] í vestri. Í suðri skilur [[Wakhan-ræman]] Tadsjikistan frá [[Pakistan|pakistönsku]] héruðunum [[Chitral]] og [[Gilgit-Baltistan]]. Nafnið er dregið af heiti þjóðarbrots [[Tadsjikar|Tadsjika]].
 
==Saga==
Landið var hluti af [[Baktría|Baktríu]] í [[fornöld]] og varð síðan hluti af ríki [[túkarar|túkara]] ([[skýþar|skýþa]]). Á [[9. öldin|9. öld]] var Tadsjikistan hluti af [[Samanídaríkið|Samanídaríkinu]] með höfuðborg í [[Samarkand]]. [[Mongólaveldið|Mongólar]] lögðu þessi lönd undir sig á [[13. öldin|13. öld]] og Tadsikistan varð hluti af [[Tímúrveldið|Tímúrveldinu]] þegar Mongólaveldið klofnaði í smærri ríki og síðan [[Búkarakanatið|Búkarakanatinu]]. Það varð aftur hluti af [[Rússneska keisaradæmið|Rússneska keisaradæminu]] sem suðurhluti [[Túrkistan]]s árið [[1867]]. Tadsjikistan rekur rætur sínar til þess þegar [[Sjálfstætt sovétlýðveldið tadsjika]] var stofnað af [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] innan Úsbekistan árið [[1924]]. Tadsjikistan lýsti yfir sjálfstæði árið [[1991]] í kjölfar [[fall Sovétríkjanna|falls Sovétríkjanna]]. Fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstæði landsins var [[Íran]]. Aðeins ári síðar braust [[borgarastyrjöldin í Tadsjikistan]] út og stóð til [[1997]]. Átök hafa síðan blossað upp í austurhluta landsins.
 
==Íbúar==
Flestir íbúar landsins eru Tadsjikar, sem er almennt heiti yfir ýmis persneskumælandi þjóðarbrot í Mið-Asíu. Tadsjikíska er afbrigði af nútíma[[persneska|persnesku]]. 98% íbúa eru [[íslam|múslimar]] og [[súnní íslam]] af [[hanafi]]skólanum eru [[opinber trúarbrögð]], en stjórnarskrá landsins kveður á um [[trúfrelsi]] og ríkisvaldið er veraldlegt. Í landinu búa einnig [[Úsbekar]], [[Kirgisar]] og [[Rússar]]. Í austurhluta landsins búa [[Pamírar]] sem eru [[sjía íslam|sjítar]]. Í fjallahéruðum í norðri búa [[Jagnóbar]] sem tala [[jagnóbísku]] sem er eini afkomandi [[sogdíska|sogdísku]] sem eitt sinn var töluð um alla Mið-Asíu.
 
==Efnahagur==
Tadsjikistan var fátækasta sovétlýðveldið innan Sovétríkjanna og það er nú fátækasta land Mið-Asíu. Borgarastyrjöldin hafði mjög neikvæð áhrif á efnahagslíf landsins en eftir vopnahléð hefur það aftur tekið við sér. Helstu útflutningsvörur Tadsjikistan eru [[ál]] og [[baðmull]]. Tadsjikíska ríkisfyrirtækið [[TALKO]] rekur stærsta álver Mið-Asíu og eitt það stærsta í heimi. [[Nurekstíflan]] í ánni [[Vaksj]] er önnur hæsta manngerða stífla heims.