„Nýfundnaland og Labrador“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Ekkert breytingarágrip
Lína 35:
[[Mynd:Labrador fullmap.gif|thumbnail|Labrador.]]
[[Mynd:Newfoundland map.png|thumbnail|Nýfundnaland.]]
[[Mynd:NLW GrosMorne7 tango7174.jpg|thumbnail|Gros Morne þjóðgarðurinn.]]
'''Nýfundnaland og Labrador''' er austast af [[Fylki|fylkjum]] [[Kanada]] og nær yfir eyjuna [[Nýfundnaland]] og meginlandssvæðið [[Labrador]]. Fólksfjöldi árið [[2007]] var 506.548. Höfuðstaðurinn er [[St. John's (Nýfundnaland og Labrador)|St. John's]] sem er einnig stærsta borgin.
 
Lína 41 ⟶ 42:
Long Range-fjöllin á Nýfundnalandi eru talin vera norðaustasti hluti [[Appalachiafjöll|Appalasíufjalla]]. Torngat Fjöll eru í norður-Labrador og er þar þjóðgarður með sama nafni. Jarðfræðilega er Labrador austasti hluti Kanadaskjaldarins sem er stórsteinóttur og jökulslípaður.<ref>[http://www.icelandonline.is/ferdaheimurisl/kanada_labrador.htm Kanada - Labrador] Ferðaheimur. Skoðað 15. mars, 2016.</ref>
 
Í Norður-Labrador er [[túndra]] en í suðurhlutanum [[barrskógabelti]]. Hluti Nýfundnalands er með barrskóga. Trjátegundiren eruum aðallegaþriðjungur [[hvítgreni]], [[svartgreni]], balsam[[þinur]] ásamt [[birki]], [[ösp]] og [[reyniviður|reynivið]].Nýfundnalands er
skógi vaxinn<ref>[http://skog.is/images/stories/ferdir/skogrit2005-2-nfl.pdf Nýfundnaland I] Skógræktarritið. Skoðað 15. mars, 2016.</ref>. Trjátegundir eru aðallega [[hvítgreni]], [[svartgreni]], balsam[[þinur]] ásamt [[birki]], [[ösp]] og [[reyniviður|reynivið]].
 
[[Gros Morne þjóðgarðurinn]] liggur á vesturströnd Nýfundnalands og var stofnaður árið 1973. Hann er um 1800 km2 að stærð og er eitt
af tveimur svæðum á Nýfundnalandi sem eru á [[UNESCO|Heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna]], en Gros Morne var settur á listann árið 1987 (hinn staðurinn er [[L'Anse aux Meadows]] ). Í þjóðgarðinum er m.a. Western Brook Pond sem er um 16 km langt stöðuvatn sorfið af ám og jöklum.<ref>[http://skog.is/images/stories/ferdir/skogrit2005-2-nfl.pdf Nýfundnaland I] Skógræktarritið. Skoðað 15. mars, 2016.</ref>
 
Í Labrador eru 42 spendýr en aðeins 14 á Nýfundnalandi. Spendýr eins og [[elgur]] og [[íkorni]] hafa verið flutt til Nýfundnalands. [[Svartbjörn]] er á báðum landsvæðunum.
Lína 48 ⟶ 53:
 
==Samfélag==
Um 92% íbúa fylkisins býr á Nýfundnalandi. Um 98% hafa ensku að móðurmáli. Frönskumælandi minnihluti er á Nýfundnalandi vestanverðu. Meirihluti íbúanna eru afkomendur innflytjenda frá suðvestur-Englandi og suður- og suð-austurhluta Írlands, sem komu snemma á 19. öld. Avalonskaginn er fjölmennasta og þéttbýlasta svæði Nýfundnalands og Labrador en þar er höfuðborgin St. John's.
 
Olía, járnvinnsla, timbur og pappírsframleiðsla og fiskveiðar eru mikilvægar atvinnugreinar. Á sumrin er ferðaþjónusta mikilvæg.
Lína 54 ⟶ 59:
==Söguágrip==
 
Frumbyggjar hafa verið á svæðinu í þúsundir ára. Á eyjunni bjuggu tveir indíána- þjóðflokkar – Mi’kmaq (Micmac) og Beothuk. Mi’kmaq-indíánar komu af meginlandinu og settust líklega að á eyjunni rétt fyrir eða um svipað leyti og fyrstu Evrópumennirnir komu. Rústir norrænna manna hafa fundist í [[L'Anse aux Meadows]] en hugsanlegt er að svæðið hafi verið það sem þeir nefndu [[Vínland]].

[[John Cabot]]/[[Giovanni Caboto]] var einn þeirra fyrstu til að sigla til Nýfundnalands árið 1497. Hann var ítalskur en vann fyrir [[Hinrik 7. Englandskonungur|Hinrik 7. Englandskonung]]. Eftir að Evrópubúar höfðu numið land þar var farið að tala um eyjuna sem ''Terra nova'' eða nýtt land á látínu. Nafnið Labrador er hins vegar talið koma úr [[portúgalska]] orðinu ''lavrador'' (landeigandi) og er nafngiftin eignuð portúgalska landkönnuðinum [[João Fernades Lavrador]] en hann var þar á ferð [[1498]].
 
Ýmsar Evrópuþjóðir veiddu fisk á þessum slóðum eins og Portúgalir, Frakkar, Hollendingar, Spánverjar og Englendingar og kepptust þeir um völd á svæðinu. Englendingar urðu ofan á að lokum.
 
Upp úr aldamótum 1900 fóru tekjur af fiskveiðum að minnka töluvert, sem leiddi til verulegra efnahagsvandræða og heimskreppan á 3.- 4. áratug 20.
aldar jók enn á þau. Árið 1949 var ákveðið, með naumum meirihluta í almennri kosningu á Nýfundnalandi, að ganga inn í Kanada. Kanadamenn sóttust nokkuð eftir innlimun Nýfundnalands og lofuðu betri kjörum. Þeir óttuðust að það myndi ganga inn í Bandaríkin ella, en vegna veru bandarískra herstöðva höfðu Bandaríkjamenn töluverð áhrif þar. Nýfundnaland var tíunda fylkið til að verða aðili að kanadíska fylkjasambandinu, árið [[1949]]. Fram til [[1964]] var fylkið nefnt Newfoundland en þá var nafninu heima við breytt í Newfoundland and Labrador og þeirri breytingu bætt inn í stjórnarskrá Kanada [[2001]].
 
Í kringum 1990 hrundu fiskistofnar við Nýfundnaland og efnahagur svæðisins fór í lægð. Fólksfækkun varð. Frá 2006 hefur fólki fjölgað hins vegar.