„Max Müller“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kat9988 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Kat9988 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 8:
Ári síðar flutti hann til [[England]]s til þess að rannsaka texta á sanskrít í eigu [[Austur-Indíafélagið|Austur-Indíafélagsins]]. Hann kynntist fræðimönnum á sínu sviði við [[Oxford-háskóli|Oxford-háskóla]], sem leiddi til frama Müllers á [[Bretland]]i. Hann varð félagi á [[Christ Church, Oxford|Christ Church]] í Oxford árið [[1851]]. Hann varð [[prófessor]] í samanburðarmálvísindum í Oxford og síðar fyrsti prófessor Oxford-háskóla í samanburðarguðfræði við [[All Souls College]] (1868-1875).
 
Verk Müllers ollu auknum áhuga á [[Aríar|arískri]] menningu, þar sem indóevrópsk (arísk) menning var álitin andstæð semískum trúarbrögðum. Müller harmaði mjög að þetta skyldi sett fram í tengslum við [[Kynþáttur|kynþætti]] og [[Kynþáttahyggja|kynþáttahyggju]] og var það fjarri hugmyndum Müllers sjálfs. Müller taldi þvert á móti að uppgötvun sameiginlegs uppruna [[Indland|indverskrar]] og [[Evrópa|evrópskrar]] menningar væri sterk rök gegn [[Kynþáttahyggja|kynþáttahyggju]].
 
Árið [[1881]] gaf Müller út enska þýðingu á fyrstu útgáfu ''[[Gagnrýni hreinnar skynsemi]]'' eftir þýska heimspekinginn [[Immanuel Kant]]. Hann var sammála [[Arthur Schopenhauer]] um að fyrsta útgáfan væri hnitmiðaðasta framsetningin á kenningum Kants.