„Max Müller“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kat9988 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Kat9988 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Friedrich Max Müller''', best þekktur sem '''Max Müller''' ([[6. desember]] [[1823]] – [[28. október]] [[1900]]) var [[Þýskaland|þýskur]] [[fornfræðingur]], [[textafræðingur]] og austurlandafræðingur. Hann var einn af upphafsmönnum indverskra fræða og upphafsmaður [[trúarbragðafræði|trúarbragðafræða]]. Müller samdi bæði fræðilegar og alþýðlegar bækur um trúarbragðafræði.
 
Árið [[1841]] skráði Müller sig til náms við háskólann í [[Leipzig]]. Þar ákvað hann að einbeita sér að [[heimspeki]] fremur en tónlist og kveðskap sem hafði áður hafði átt hug hans allan. Hann hlaut doktorsgráðu árið [[1843]] en ritgerð hans fjallaði um ''Siðfræði'' heimspekingsins [[Baruch Spinoza|Baruchs Spinoza]]. Hann hafði einnig mikinn áhuga fyrir tungumálum og lærði klassísku málin, [[forngríska|forngrísku]] og [[Latína|latínu]] en líka [[Arabíska|arabísku]], [[Persneska|persnesku]] og [[sanskrít]]. Árið [[1844]] hélt Müller til [[Berlín]]ar til að nema undir leiðsögn [[Friedrich Schelling|Friedrichs Schelling]]. Hann hóf vinnu við að þýða [[Upanishads]] fyrir Schelling og hélt áfram að rannsaka sanskrít undir leiðsögn [[Franz Bopp]], sem fyrstur manna rannsakaði kerfisbundið [[indóevrópsk tungumál]]. Schelling fékk Müller til að tengj málsögu og sögu trúarbragða.
 
Müller flutti til [[París]]ar árið [[1845]], þar sem hann nam sanskrít hjá [[Eugène Burnouf]].