„Súkkulaði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Súkkulaði á 17.öld
Ekkert breytingarágrip
Lína 19:
Fyrsta skráða sendingin af súkkulaði til [[Gamli heimurinn|gamla heimsins]] var send með skipi frá [[Veracruz]] til [[Seville]] árið [[1585]]. Á þeim tíma var súkkulaði enn þá neytt sem drykkjar en Evrópumenn bættu við sykri og mjólk, létu chilipiparinn eiga sig en bættu í vanillu í staðinn. Á 17. öld var súkkulaðineysla munaður meðal [[aðalsmaður|aðalsmanna]] í Evrópu.
 
Á 17. öld var súkkulaði nýtt og óþekkt í mörgum löndum sérstaklega [https://is.wikipedia.org/wiki/Evr%C3%B3pa Evrópu]. Fólk var dálítið smeykt við að smakka súkkulaði, en þegar fólkið smakkaði súkkulaði í fyrsta sinn varð það háð súkkulaði og vildi sífellt meira. Eftir það byrjaði súkkulaði að dreifast um heiminn og gerðar voru ýmsar tilraunir með súkkulaði til þess að gera það betra og betra.
 
Árið 1615 fór Anna prinsessa af Austurríki sem þá var fjórtán ára og bjó á Spáni til Frakklands til þess að ganga í hjónaband með nýbornum konungi Frakklands sem hét Loðvík XIII. Anna var ekki alveg tilbúin að verða krýnd drottning Frakklands um leið og hún kæmi og þess vegna hún tók með sér súkkulaði (sem var drykkur á þeim tíma) til þess að að hún fengi ekki heimþrá. Loðvík smakkaði súkkulaði hjá Önnu og leyst strax mjög vel á hann. Súkkulaði varð brátt vinsæll drykkur á Frakklandi.