„Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna ([https://en.wikipedia.org/wiki/World_Food_Programme World Food Programme]) stofnun Sameinuðu Þjóðanna með höfuðstöðvar sínar í Róm...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna ([https://en.wikipedia.org/wiki/World_Food_Programme World Food Programme]) stofnun [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu Þjóðanna]] með höfuðstöðvar sínar í Róm eru umfangsmestu mannúðarsamtök heims sem berjast gegn hungri.<ref>[http://www.wfp.org/about World Food Programme] Skoðað 9. mars 2016.</ref> Markmið samtakanna eru í fjórum liðum. Að berjast gegn hungri alls staðar í heiminum. Bjarga lífum og lífsviðurværi í neyðartilfellum. Draga úr hættu á hungri og í þeim tilgangi virkja fólk, samfélög og ríki í því að uppfylla eigin matar- og næringarlegu þarfir. Draga úr vannæringu og koma í veg fyrir hungur á meðal heilla hynslóðakynslóða.<ref>[http://www.wfp.org/our-work World Food Programme] Skoðað 1. mars 2016.</ref>
 
== Saga ==
Árið 1960 fer [[Dwight D. Eisenhower|Dwight Eisenhower]] forseti Bandaríkjanna fram á það við [[Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna|allsherjarþingið]] að koma á áætlun sem dreifði matvælaaðstoð til þeirra sem á þyrftu að halda í gegnum stjórnkerfi Sameinuðu þjóðanna. George McGovern aðalframkvæmdarstjóri [http://foodaid.org/food-aid-programs/food-for-peace/ US Food for Peace Programme] lagði til að stofna fjölþjóðlega matvælaaðstoð. Sjö mánuðum síðar samþykkir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og [[Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna|Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna]] að stofna Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna. Fyrstu þrjú árin í starfsemi Matvælaáætlunarinnar voru höfð til reynslu.
 
Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna samþykkti 6. desember 1965 og Allsherjarþingið ákveður 20. desember 1965 ályktun þess eðlis að starfsemi Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna skuli vera til frambúðar.<ref>http://www.wfp.org/about/corporate-information/history</ref>
 
== Markmið ==
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna starfar daglega um allan heim í því skyni að ná að útrýma hungri í heiminum. Markmið Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna eru fjögur.
# Að berjast gegn hungri alls staðar í heiminum.
# Bjarga lífum og lífsviðurværi í neyðartilfellum.
# Draga úr hættu á hungri og í þeim tiljgangi virkja fólk, samfélög og ríki í því að uppfylla eigin matar- og næringarlegu þarfir.
# Draga úr vannæringu og koma í veg fyrir hungur á meðal heilla kynslóða.
 
== Stjórn ==
36 manna stjórn hefur yfirumsjón með öllum verkefnum Matvælaáætlunarinnar. Stjórnin hittist þrisvar á ári í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Róm. 18 meðlimir stjórnarinnar eru kosnir af [[Efnahags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna|efnahags- og félagsmálaráðinu]] og 18 af matæla- og landbúnaðarstofnuninni, til þriggja ári í senn. Helstu verkefni stjórnarinnar eru að hjálpa til við að þróa og samhæfa stefnur Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna. Vera bæði eftirlit gagnvart framkvæmdarstjórn samtakanna og leiðbeina stjórn samtakanna. Yfirfara og gera endurbætur á fjárhag verkefna ásamt því að yfirfara framkvæmd samþykktra verkefna. Þá gerir stjórnin skýrslu um störf Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna ár hvert fyrir efnahags- og félagsmálaráðið.<ref>http://www.wfp.org/about/executive-board</ref>
 
Tólfti og núverandi framkvæmdarstjóri Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna er hin bandaríska Ertharin Cousin sem hóf störf árið 2012 og situr í 5 ár.<ref>http://www.wfp.org/about/executive-director</ref>
 
Aðstoðarframkvæmdarstjórinn er hinn breski og súdanski Amir Mahmoud Abdulla sem hóf störf árið 2009.<ref>http://www.wfp.org/about/senior-leadership</ref>
 
== Tilvísanir ==