„Megadeth“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 4:
'''Megadeth''' er [[Bandaríkin|bandarísk]] [[bylturokk]]s (thrashmetal) hljómsveit stofnuð árið [[1983]]. Hún er ein af fjórum stærstu thrash/metal hljómsveitunum en hinar þrjár eru: [[Slayer]], [[Metallica]] og [[Anthrax]].{{heimild vantar}} Undir forystu forsprakkans [[Dave Mustaine]] hefur sveitin selt yfir 25 milljónir plata.
==Söguágrip==
Megadeth var stofnuð árið 1983 eftir að Dave Musteine hafði verið rekinn úr [[Metallica]] fyrir drykkjuskap og ofbeldi þegar sveitin var í [[New York]] en hann hafði verið með þeim í tvö ár. Mustaine tók rútu frá New York til [[Los Angeles]] og í því ferðalagi sem tók um viku fékk hann hugmyndina að hljómsveitinni og nafnið Megadeth. Mustaine leitaði eftir meðlimum og meðal þeirra sem spreyttu sig var m.a. Kerry King sem stofnaði [[Slayer]]. Mustaine fann bassaleikara í nágranna sínum Dave Ellefsson sem hafði flutt frá [[Minnesota]] til að reyna fyrir sér í borginni. Árið 1985 kom út fyrsta plata Megadeth; ''Killing Is My Business'' og árið eftir ''Peace Sells...But Who's Buying''. Vímuefnanotkun hljómsveitarinnar markaði sitt spor á hljómsveitina í gegnum árin og liðskipan breyttist fyrir utan Mustaine og Ellefsson sem voru kjarnameðlimir. Árið 1992 kom út platan ''Countdown to Extinction'' sem seldist vel og var melódískara verk en áður. Sveitin hélt áfram melódískari stefnu á tíunda áratugnum og Mustaine sem hafði farið 15 sinnum í meðferð varð edrú fyrir fullt og allt.
 
Árið 2016 gaf Megadeth út plötuna ''Dystopia'' sem er endurkoma til thrashmetalstíls þeirra. Mustaine fékk til liðs við sig brasilískan gítarleikara, Kiko Loreiro sem spilað hefur með hljómsveitinni [[Angra]]. Einnig fékk hann trommarann Chris Adler sem lamið hefur húðir fyrir [[Lamb of God]].<ref>[http://www.allmusic.com/artist/megadeth-mn0000406294/biography Megadeth - Biography] Allmusic. Skoðað 8. mars, 2016.</ref>
 
* Árið 2005 spilaði Megadeth á [[Nasa]] í Reykjavík.<ref>[http://www.mbl.is/myndasafn/mynd/143166/ Megadeth á Nasa] Mbl.is. Skoðað 8. mars, 2016</ref>
 
== Plötur ==