„Þunglyndi (geðröskun)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
'''Þunglyndi''' er [[geðröskun]] sem felur í sér dapra lund, breytingar á hugsun, hegðun og líkamsheilsu. Langvinn vanlíðan með viðvarandi depurð, vonleysi og þeirri hugsun að flest eða allt sé tilgangslaust eru einkenni um sjúklegt þunglyndi. Sé vanlíðanin svo alvarleg að hún skerði námsgetu eða vinnuþrek og valdi truflun á einkalífi er um að ræða alvarlegt þunglyndi.
 
Þunglyndi eykur líkur á vinnutapi, erfiðleikum í samböndum og skipbroti í námi eða vinnu. Það gerir horfur þeirra sem eiga við líkamleg veikindi að etja verri og ýtir oft undir ofneyslu áfengis og annarra vímugjafa. Læknisfræðilega er þunglyndi flokkað sem sjúkdómur sem veldur ekki eingöngu sálrænum einkennum, heldur margvíslegum áhrifum á mörg líffærakerfi líkamans. Talið er að á hverjum tíma séu um 4-6% þjóðarinnar með sjúklegt þunglyndi, þ.e. 12-18 þúsund manns, <ref>[http://doktor.is/grein/sjuklegt-thunglyndi Sjúklegt þunglyndi] Doktor.is. Skoðað 5. mars. 2016. </ref> og er talið að 15-20% fólks fái þunglyndi í einhverri mynd einhvern tímann á ævinni. <ref>[http://www.ruv.is/frett/rannsaka-endurtekid-thunglyndi Rannsaka endurtekið þunglyndi] Mbl.is. Skoðað 3. mars, 2016. </ref>
 
==Orsakir==
Lína 16:
'''Sálrænir og félagslegir þættir''':
Þrátt fyrir að erfðir og líffræðilegir þættir eigi þátt í orsök þunglyndis eru ýmsir sálrænir þættir eða umhverfisþættir einnig mikilvægir.
Rannsóknir hafa einkum beinst að áhrifum: Gagnrýni í uppvexti, neikvæðs sjálfsmats, áunnins sjálfsbjargarleysis, missis foreldris, (einkum móður, þegar börn eru ung að aldri) og ofverndar án nærgætni.<ref>[http://www.visindavefur.is/svar.php?id=1222 Af hverju stafar þunglyndi?] Vísindavefur. Skoðað 5. mars, 2016.</ref>
Þættir eins og lágar tekjur, skilnaður eða sambandserfiðleikar, eða atvinnumissir geta aukið líkurnar á því að einstaklingar
verði þunglyndir. <ref>[http://midstodsalfraedinga.is/sites/default/files/baekl_thunglyndi.pdf</ref> Þunglyndi og
depurð - Leiðbeiningarbæklingur] Skoðað 5. mars, 2016.</ref>
 
==Einkenni==
Lína 29 ⟶ 30:
'''Breytt viðhorf''': Þunglyndi einkennist af lakara [[sjálfstraust]]i, neikvæðari [[sjálfsmynd]], [[svartsýni]], [[vonleysi]] og [[hjálparleysi]]. Fólk á von á hinu versta, ásakar sjálft sig og gagnrýnir sig, og [[sjálfsvíg]]shugsanir geta skotið upp kollinum. Algengt er að finnast sem aðrir hafi yfirgefið mann eða séu að gefast upp á samskiptum við mann. Þessu fylgir minnkaður áhugi á samskiptum við aðra, [[kynlíf]]i, mat, drykk, tónlist og hverju því sem venjulega vekur áhuga fólks.<br>
'''Líkamleg einkenni''': Þunglynt fólk á oft í erfiðleikum með svefn; það á erfitt með að sofna, sefur of mikið eða vaknar of snemma. [[Kynhvöt]] minnkar, matarlyst breytist (getur bæði aukist og minnkað), fólk þyngist eða léttist, fær [[meltingartruflanir]], [[hægðatregða|hægðatregðu]], [[höfuðverkur|höfuðverki]], [[svimi|svima]], sársauka og aðra álíka kvilla eða einkenni.
Eins og lesanda er væntanlega ljóst eru þær margvíslegu breytingar sem lýst er hér að ofan hamlandi á öllu sviðum mannlegs lífs og leiða iðulega af sér ómældar þjáningar hins veika og hans nánustu. Það er því mikilvægt að þunglyndir leiti sér hjálpar, til að mynda hjá klínískum sálfræðingum eða geðlæknum, til að vinna bug á meinum sínum.<ref>[http://www.visindavefur.is/svar.php?id=5595 Hver er hin almenna skilgreining á þunglyndi?] Vísindavefur. Skoðað 5. mars, 2016.</ref>
 
==Undirflokkar==
Lína 38 ⟶ 39:
Einkennist af þrálátri þungri lund sem hefur staðið yfir nær látlaust í a.m.k. 2 ár. Einstaklingar sem þjást af óyndi geta t.d. lýst líðan sinni á þann hátt að þeir sjái nánast aldrei glaðan dag eða nái ekki að hrista af sér drungann. Þunglyndiseinkennin eru þó færri og vægari en í djúpri geðlægð og raska ekki eins mikið hæfni manna til að taka þátt í lífinu með eðlilegum hætti. Áhættan er þó á djúpri geðlægð.<br>
'''[[Geðhvörf]]''' (Bipolar disorder eða manic depressive illness á ensku):
Einnig þekkt sem geðhvarfasýki og tvískauta lyndisröskun. Geðhvörf einkennast af sveiflukenndu hugarástandi sem felur í sér bæði uppsveiflur (örlyndi) og niðursveiflur (þunglyndi).<ref>[http://www.persona.is/index.php?action=articles&method=display&aid=65&pid=12 Hvað er þunglyndi?] Persona.is. Skoðað 5. mars, 2016</ref>
 
==Meðferðir==
Helstu þættir meðferðar gegn þunglyndi eru lyfjameðferð og samtalsmeðferð. [[Hugræn atferlismeðferð]] hefur reynst gagnleg við þunglyndi.<ref>[http://ham.reykjalundur.is/medferdarhandbok/formali/ MEðferðarhandbók - Ham] Reykjalundur. Skoðað 5. mars, 2016.</ref> [[Líkamsrækt]] hefur góð áhrif á milt og meðaldjúpt þunglyndi en hefur því miður lítil eða engin áhrif á djúpt þunglyndi. Hollt mataræði og reglusemi skiptir miklu. Mikilvægt er að sjúklingur þekki til sjúkdómseinkenna, hafi skilning á eðli og orsökum veikindanna og fræðist um horfur. Mælt er með að hann geri aðgerðaplan. <ref>[http://doktor.is/grein/sjuklegt-thunglyndi Sjúklegt þunglyndi] Doktor.is. Skoðað 5. mars, 2016</ref>
 
==Tilvísanir==