„Notandi:Guhar66/sandbox“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Guhar66 (spjall | framlög)
Ný síða: Marxísk hugtök Upphafsmaður kommúnismans, Karl Marx, kom í skrifum sínum fram með grundvallarhugtök Marxismans. Hér er listi yfir þau helstu: '''Bylting:''' Róttækar gru...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 3. mars 2016 kl. 11:15

Marxísk hugtök

Upphafsmaður kommúnismans, Karl Marx, kom í skrifum sínum fram með grundvallarhugtök Marxismans. Hér er listi yfir þau helstu:

Bylting: Róttækar grundvallarbreytingar á sviði menningar, efnahagsmála og stjórnmála, sem gerast á tiltölulega stuttum tíma.

Kommúnismi: Sameignarstefna, þar sem einkaeign(arréttur) á hlutum er ekki til, allir eiga allt saman.

Kapítalismi: Auðhyggja. Vísar til efnhagsgerðar samfélaga, þar sem frjáls markaður er til staðar, t.d. fyrir vöru og þjónustu. Dæmi: Margir pizzusalar keppa á markaði og ,,sá hæfasti/besti“ vinnur – hinir verða undir í samkeppninni.

Kapítalisti: Sá sem á framleiðslutækin og stjórnar framleiðslunni (eigandi Pízzuverksmiðjunar)

Díalektík: Átök milli tveggja andstæðna og mótsagnir sem þau skapa = drifkraftur þróunar í samfélaginu.

Félagsleg vitund:Tengist afstöðu þinni til framleiðslunnar, þ.e. hvað þú framleiðir og hvernig.Dæmi: annað hvort ertu kapítalisti, átt framleiðslutækin og hirðir allan gróðann eða þú ert launþegi (öreigi) og átt ekkert nema vinnuafl þitt.

Fölsk vitund: þegar þú heldur að einkaeign og efnahagsleg misskipting sé eðlilegt náttúrulögmál. Konur sem halda að það sé náttúrulögmál að þeirra hlutverk sé að sjá einar um heimilið, börnin, uppvaskið o.s.frv. eru haldnar falskri vitund (líka strákar sem telja að hlutverk kvenna sé það sem hér er upptalið).

Firring:Þegar þú ert framandi sjálfum þér og öðrum. Firrtur veruleikaskyni. (Vitfirring er skylt orð). Aðstæður þar sem aðstæður þínar birtast sem framandi fyrirbæri. Marx notar trúarbrögð sem dæmi um fyrringu (sjá bls. 87-88).

Gildisauki: Verðmætaaukning sem vinna launþegans skapar og laununum sem hann þiggur. Gildisaukinn kemur í hlutverk atvinnurekandans sem gróði – launþeginn er arðrændur.

Stéttarvitund: Þegar fólk gerir sér grein fyrir hvaða stétt það tilheyrir. Þegar andstæðum stéttum lendir ekki saman í hagsmunabaráttu og átökum er það vegna þess að þeir sem eru arðrændir átta sig ekki á aðstæðum – þeir hafa ekki stéttarvitund.

Arðrán: Þegar einstaklingur eða einstaklingar nota aðra einstaklinga í þágu eigin hagnaðar eða öðru ábataskyni. Dæmi: Verksmiðjueigandi borgar verkamönnum skítalaun og lætur þá vinna langan vinnudag, til þess að hagnaður/gróði hans (verksmiðjueigandans) verði sem mestur.

Stétt: Vísar til ,,lagskiptrar röðunar á einstaklingum og hópum í samfélaginu“ (Garðar Gíslason, 2007; bls. 85)

Ráðandi stétt: Dæmi: Eigendur framleiðslutækjanna, fjármagnseigendur, lénsherrar, þrælahaldarar.

Öreigar: Þeir sem ekki eiga framleiðslutækin, t.d. verkamenn, leiguliðar, þrælar. Almennir launamenn.