„Öskjuhlíð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 9:
Gróðurlendi í Öskjuhlíð eru margbreytileg. Við landnám var hlíðin án efa gróin birkikjarri sem ábúendur í Reykjavík og nálægum býlum nýttu sem eldivið. Á fyrri hluta 20. aldar einkenndist gróðurfar Öskjuhlíðar af lítt grónum holtum og mólendi en eystri hluti hlíðarinnar af votlendi og ræktuðum túnum. Mólendið er vaxið [[bláber]]ja-, [[beitilyng|beiti]]- og [[krækilyng]]i en túnin skarta fjölbreyttum grastegundum auk fallegra breiða af [[brennisóley]], [[túnfífill|túnfífli]], [[hvítsmári|hvítsmára]] og [[vallhumall|vallhumli]].
 
Um miðja 20. öld hófst skógrækt í vestur- og suðurhlíðum Öskjuhlíðar og er þar nú nær samfelldur skógur þar sem [[birki]], [[fjallafura|bergfura]], [[stafafura]], [[sitkagreni]] og [[alaskaösp]] eru algengustu trjátegundir. Hæstu [[barrtré]]n eru yfir 15 metrar. Nokkuð er um sjálfsánar [[ilmreynir|reyniviðarplöntur]] auk fleiri trjátegunda. Töluverður undirgróður er í skóginum nema þar sem barrtrén eru þéttust. Algengar háplöntur í skóglendinu eru [[maríustakkur]], [[hrútaberjalyng]], [[krossmaðra]], [[snarrótarpuntur]] og [[vallelfting]]. Töluvert vex af [[alaskalúpína|lúpínu]] í skógarjaðrinum.
 
Fuglalíf er auðugt í Öskjuhlíð og hafa yfir tíu tegundir verpt þar. [[Spörfuglar]] eru mest áberandi í skóg- og kjarrlendinu einkum [[skógarþröstur]] og [[auðnutittlingur]] en einnig [[stari]] og [[svartþröstur]]. Þá hafa nýlegir landnemar svo sem [[glókollur]] og [[krossnefur]] sést í Öskjuhlíð. Ýmsir vaðfuglar hafa verpt í Öskjuhlíð m.a. [[tjaldur]], [[sandlóa]], [[heiðlóa]], [[hrossagaukur]] og [[stelkur]]. Margir aðrir fuglar eru tíðir gestir á svæðinu svo sem [[hrafn]], [[maríuerla]], [[þúfutittlingur]], ýmsar [[máfur|máfategundir]], [[grágæs]] og aðrir [[andfuglar]]. [[Æðarfugl]]ar eru áberandi í Fossvoginum neðan við hlíðina. [[Kanínur]] hafa verið áberandi í Öskjuhlíð. Um er að ræða villtar og hálfvilltar kanínur sem eru afkomendur gæludýra sem hefur verið sleppt lausum en slíkt hefur verið stundað um árabil. Um 30-40 kanínur halda sig í Öskjuhlíð að staðaldri.<ref>[http://reykjavik.is/stadir/oskjuhlid Öskjuhlíð] Reykjavík. Skoðað 8. febrúar, 2016.</ref>