„Júlíus Caesar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Syum90 (spjall | framlög)
m Tók aftur breytingar 82.112.90.86 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Syum90
Muninn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 11:
Árið 60. f.Kr. var Caesar kjörinn [[ræðismaður]] fyrir árið 59 f.Kr. Á hverju ári voru kjörnir tveir ræðismenn og var samstarfsmaður Caesars maður að nafni Marcus Bibulus. Caesar og Bibulus náðu ekki vel saman enda var Bibulus hluti af íhaldssama hluta öldungaráðsins, ''optimates'', á meðan Caesar tilheyrði frjálslynda hlutanum, ''populares''. Ræðismannsár þeirra einkenndist af miklum deilum þeirra á milli um hin ýmsu mál, en ljóst er að Caesar var mun valdameiri og talað var um að árið 59 f. Kr. hafi verið ræðismannsár Júlíusar og Caesars en ekki Bibulusar og Caesars. Caesar fetaði í fórspor bræðranna [[Tiberius Sempronius Gracchus|Tiberiusar]] og [[Gaius Gracchus|Gaiusar Gracchusar]] og lét afhenda ríkisjarðir til fátækra og hermanna og lækka tollheimtu í [[Rómverskt skattland|skattlöndum]] um þriðjung.<ref>Durant, ''Rómaveldi'' bls. 204.</ref> Til að almenningur gæti fylgst með gerðum [[Rómverska öldungaráðið|öldungaráðsins]] lét Caesar gefa út blöð sem voru fest á veggi borgarinnar.
 
Árið 59 f.Kr. myndaði Caesar [[Fyrra þremenningasambandið|þremenningasamband]] með [[Pompeius|Gnaeusi Pompeiusi]] og [[Marcus Licinius Crassus| Marcusi Liciniusi Crassusi]]. Markmiðið með bandalaginu var að ná fram öllum helstu baráttumálum þremenninganna með því nota auð, völd og vinsældir þeirra svo hægt væri að sniðganga verklagsreglur lýðveldisins og allar þær hindranir og tafir sem þær gátu haft í för með sér. Crassus var mesti auðjöfur Rómaborgar og lagði hann fram hið pólitíska auðvald til að múta, en hann var mjög umdeildur maður vegna ríkidæmis síns. Caesar var í mikilli skuld við Crassus sem hafði að stórum hluta fjármagnað stjórnmálaferil Caesars. Pompeius var vinsælasti og sigursælasti hershöfðingi Rómaveldis á þessum tíma. Bandalagið var treyst með því að Pompeius giftist Juliu dóttur Caesars og Caesar giftist Calpurniu, dóttur eins helsta bandamanns Crassusar. Upphaflega var bandalagið leynilegt en stuðningur Pompeiusar og Crassusar við landúthlutanir Caesars opinberaði samstarf þeirra. Eftir þetta náðu þremenningarnir fram flestum sínum málum, oft með valdníðslu og mútum. Andstæðingar þrístjórnarinnar áttu á hættu að missa líf sitt. Caesar varð [[landstjóri]] í [[Gallía|Gallíu]] árið 58 f.Kr. að loknu ræðismannsári sínu. Árið 56 f.Kr. var þremenningasambandið endurnýjað og í kjölfarið tryggðu Pompeius og Crassus sér ræðismannsembættin árið 55 f.Kr. og að því loknu sáu þremenningarnir til þess að Crassus fékk landstjórn yfir skattlandinu Sýrlandi og Pompeius yfir [[Spánn|Spáni]]. Einnig fékk Caesar fimm ára framlengingu á landstjórn sinni í Gallíu.
 
== Hernám Gallíu ==
[[Mynd:Siege-alesia-vercingetorix-jules-cesar.jpg|thumb|right|150250px|[[Vercingetórix]] gefst upp fyrir Caesari]]
Caesar gersigraði Gallíu handan [[Alpar|Alpa]], núverandi [[Frakkland]], á sjö árum 58-52 f.Kr. Tiltölulega auðveldur sigur Caesars yfir Göllum átti sér langan aðdraganda. [[Gallastríðið]] var einskonar innbyrðis [[borgarastyrjöld]] þar sem tekist var á um samskipti við menningarsvið [[Miðjarðarhafið|Miðjarðarhafsins]] en hluti gallísku þjóðarinnar var þegar orðinn þátttakandi í viðskiptakerfi Miðjarðarhafsins og aðlagaður rómverskri menningu. Þvíþví átti Caesar öfluga bandamenn í Gallíu. Gallar skiptust í nokkra þjóðahópa og fjölmargar smáþjóðir sem vildu halda sjálfstæði sínu.
 
=== Bakgrunnur ===
Þegar ræðismannsári í Rómaveldi lauk var vaninn að öldungaráðið úthlutaði fráfarandi ræðismanni landstjórn. Caesari var úthlutað landstjórn yfir skóglendi Ítalíu. Caesar varð móðgaður yfir þessu enda var markmið öldungaráðsins að takmarka völd hans. Caesar fékk þessu hnekkt, í krafti þremenningasambandsins, og fékk stjórn yfir Norður-Ítalíu og ''Illyricum'' (norðvesturhluta [[Balkanskagi|Balkanskagans]]) og þar með stjórn yfir fjórum herdeildum. Upphaflega virðist Caesar hafa ætlað sér að gera innrás í Daciu (núverandi [[Rúmenía|Rúmeníu]]) en í Gallíu var vaxandi ólga vegna ásóknar [[Germanar|germannskra þjóða]] vestur um [[Rín (fljót)|Rín]]. Rómverjar höfðu þá þegar náð fótfestu í suðausturhluta Gallíu (''Narbonensis'') og stofnað þar skattland. Caesar tók við stórn þess svæðis þegar hann hóf hernaðaraðgerðir sínar í Gallíu og notaði sem stökkpall fyrir frekari útþennslu Rómaveldis norður á bóginn. Lagði Caesar áherslu á verndarhlutverk sitt fyrir Galla en með því var hann líka að hindra að Gallar og Germanar færu að vinna saman. Borgarsamfélög voru farin að myndast í Gallíu og réðu höfðingjar þar sem voru undir rómverskum áhrifum og kom Caesar sér vel við þá. Þannig söfnuðu höfðingjar liði á hættutímum og út frá borgunum byggði Caesar upp valdakerfi. Þegar Caesar réðst inn í [[Belgía|Belgíu]] fór hann með menn sína norður með Rín og lék grátt germanskar þjóðir til að hræða þá svo að þeir kæmu Belgum ekki til hjálpar. Þegar að kom að [[Ermasund]]i í baráttunni við Belga fór hann með flokk yfir til [[Bretland]]s og vann sigur yfir Britonum, var það líka gert svo að þeir skiptu sér ekki að því sem var að gerast á [[meginland Evrópu|meginlandinu]]. Þegar Caesar hafði náð stuðningi mikils hluta gallísku þjóðarinnar og ákvað hann að kalla saman þjóðþing og koma á fót ríkisstofnun sem gæti framkvæmt pólitískar skipanir hans. En hernaður Caesars og liðs hans hafði verið miskunnarlaus og fjöldi manns tekinn af lífi og aðrir færðir í þrælkun. Því áttu margir harma að hefna og brátt gaus upp uppreisn gegn Rómverjum í Gallíu. Uppreisnarmenn með [[Vercingetórix]], sem var höfðingjasonur, í broddi fylkingar, börðust út í sveitunum og skildu eftir sig sviðna jörð svo að Rómverjar gátu ekki aflað sér vista. En Caesari, með aðstoð germansks riddaraliðs, tókst að bæla uppreisnina niður.
Þegar ræðismannsári í Rómaveldi lauk var vaninn að öldungaráðið úthlutaði fráfarandi ræðismanni landstjórn. Caesari var úthlutað landstjórn yfir skóglendi Ítalíu. Caesar varð móðgaður yfir þessu enda var markmið öldungaráðsins að takmarka völd hans. Caesar fékk þessu hnekkt, í krafti þremenningasambandsins, og fékk stjórn yfir Norður-Ítalíu og ''Illyricum'' (norðvesturhluta [[Balkanskagi|Balkanskagans]]) og þar með stjórn yfir fjórum herdeildum. Caesar var stórskuldugur eftir ræðismannsár sitt og hugðist bæta fjárhag sinn með hernaðar-ránsfeng. Upphaflega virðist hann hafa ætlað sér að gera innrás í Daciu (núverandi [[Rúmenía|Rúmeníu]]) en í Gallíu var vaxandi ólga vegna ásóknar [[Germanar|germannskra þjóða]] vestur og suður um [[Rín (fljót)|Rín]]. Gallar skiptust í nokkra þjóðahópa og fjölmargar smáþjóðir sem vildu halda sjálfstæði sínu. Margir þjóðflokkar í Gallíu stunduðu viðskipti við Rómverja og voru undir áhrifum rómverskrar menningar. Borgarsamfélög voru farin að myndast í Gallíu og réðu þar höfðingjar sem voru siðmenntaðir og auðugir. Caesar leit á þá sem bandamenn Rómverja og lagði áherslu á verndarhlutverk sitt fyrir þessar þjóðir gegn Germönum. Með þessu var hann líka að hindra að Gallar og Germanar færu að vinna saman, en ekki voru þó alltaf skýr skil á milli þess hvaða hópar töldust vera Gallar og hverjir voru Germanar.
 
=== Hernaður gegn Helvetum og Suebum ===
„Talið er að þriðjungi Galla hafi verið útrýmt. Caesar skildi eftir sig blóðuga slóð, hann barði niður þá siðmenningu sem var fyrir á staðnum með því hreinlega að fremja þjóðarmorð og hugsun hans var ekki sú að breiða út latneska menningu, heldur að fullnægja eigin framagirnd.“<ref>[http://www.romarvefurinn.is/sagan_arfur_sesars.html Rómarvefurinn].</ref>
Rómverjar höfðu þegar náð fótfestu í suðausturhluta Gallíu (''Narbonensis'') og stofnað þar skattland. Caesar tók við stórn þess svæðis þegar hann hóf hernaðaraðgerðir sínar í Gallíu og notaði sem stökkpall fyrir frekari útþennslu Rómaveldis norður á bóginn. Caesar myndaði fljótlega tvær nýjar herdeildir til viðbótar við þær fjórar sem hann hafði undir sinni stjórn. Helvetar voru Gallískur þjóðflokkur sem bjó í núverandi [[Sviss]] en vildi færa sig um set úr [[Alparnir|Ölpunum]] niður á láglendi þar sem Adeui þjóðflokkurinn bjó, en þeir voru bandamenn Rómverja. Caesar ákvað að stöðva þessa þjóðflutninga og kom hluta herafla Helveta á óvart þegar hann sigraði þá í [[orrustan við Arar|orrustunni við Arar]]. Heildarherafli Helveta var mun stærri en sá sem Caesar hafði undir sinni stjórn og því hörfuðu Rómverjar en Helvetar eltu þá. Að lokum stöðvaði Caesar undanhaldið og mætti Helvetum í [[orrustan við Bibracte|orrustu við Bibracte]]. Rómverjar höfðu sigur eftir langan bardaga og Caesar skipaði Helvetum að snúa aftur til síns heima.
 
Næst sneri Caesar sér að Suebum sem var Germanskur þjóðflokkur upprunninn frá Germaníu handan Rínar. Ariovistus, höfðingi Sueba, hafði leitt þjóð sína til Gallíu og fengið þar landsvæði hjá gallískum bandamönnum sínum. Þegar Ariovistus heimtaði meira land sneru Gallar sér ti Caesars og báðu hann um aðstoð. Caesar skipaði Ariovistusi að stöðva alla fólksflutinga yfir Rín en þegar hann varð ekki við því lét Caesar til skarar skríða. Ariovistus var á leið til borgarinnar Vesontio (núverandi [[Besançon]]) en Caesar náði henni á sitt vald áður en Germanirnir komust þangað og mætti Ariovistusi svo í bardaga eftir misheppnaðar samningaviðræður. Caesar vann orrustuna og Suebar flúðu aftur austur yfir Rín.
Caesar boðaði til [[friðarfundur|friðarfundar]] með germönsku höfðingjunum, handtók þá og sendi svo hersveitir sínar til að brytja karla, konur og börn í spað. Þessi hryllingur varð til þess að [[Cato yngri|Cató]] mótmælti í Róm – ekki af mannúðarástæðum, heldur af pólitístkum ástæðum. „Það var á þennan hátt, með ofbeldi og þjóðarmorðum, sem Gallía og [[keltneski heimurinn]] voru innlimuð í rómverska menningarheiminn“.
 
=== Belgía, Germanía og Bretland ===
Árið 56 f.Kr. var þremenningasambandið endurnýjað og í kjölfarið tryggðu Pompeius og Crassus sér ræðismannsembættin árið 55 f.Kr. og að því loknu sáu þremenningarnir til þess að Crassus fékk landstjórn yfir skattlandinu Sýrlandi og Pompeius yfir [[Spánn|Spáni]]. Einnig fékk Caesar fimm ára framlengingu á landstjórn sinni í Gallíu.
 
Enn var Caesar að hjálpa bandamönnum sínum þegar hann réðst gegn Belgum, sem bjuggu í Belgicu (u.þ.b. núverandi [[Belgía|Belgíu]]). Belgar voru bandalag nokkurra þjóðflokka sem virðast hafa verið af blönduðum gallískum og germönskum uppruna. Sterkasti belgíski hópurinn var Nervi þjóðflokkurinn og átti Caesar fullt í fangi með að sigra þá, en þegar hann var búinn að leggja þá að velli var eftirleikurinn auðveldur og Caesar náði völdum yfir allri Belgicu. Að þessu loknu lét Caesar hermenn sína byggja brú yfir Rín og hélt í herferð til Germaníu. Herferðinni var beint gegn Suebum en engir stórir bardagar voru háðir og Caesar sneri til baka yfir Rín og lét eyðileggja brúnna. Einnig lagði Caesar undir sig þjóðflokka við [[Ermasund]] og árið 55 f.Kr. fór hann með flokk yfir til Britanniu (núverandi [[Bretland]]s) án teljandi árangurs. Árið eftir fór Caesar aftur í herferð til Britanniu og vann afgerandi sigur yfir britónskum þjóðflokki en sneri svo aftur til Gallíu. Þessar herferðir höfðu ekki nein varanleg áhrif á átökin í Gallíu en nýttust Caesari í áróðursstríðinu sem hann háði gegn íhaldsöflum í öldungaráðinu því almenningur í Rómaborg hreifst af fréttum af sigrum í svo fjarlægu og framandi landi.
 
=== Uppreisn og eftirmál ===
Þegar Caesar hafði náð stuðningi mikils hluta gallísku þjóðarinnar ákvað hann að kalla saman þjóðþing og koma á fót ríkisstofnun sem gæti framkvæmt pólitískar skipanir hans. En hernaður Caesars og liðs hans hafði verið miskunnarlaus og fjöldi manns tekinn af lífi og aðrir færðir í þrælkun. Því áttu margir harma að hefna og brátt gaus upp uppreisn gegn Rómverjum í Gallíu. Uppreisnarmenn með [[Vercingetórix]], sem var höfðingjasonur, í broddi fylkingar, börðust út í sveitunum og skildu eftir sig sviðna jörð svo að Rómverjar gátu ekki aflað sér vista. En Caesari, með aðstoð germansks riddaraliðs, tókst að bæla uppreisnina niður. Úrslitaorrusta var háð, árið 52 f.Kr., við [[orrustan um Alesiu|Alesiu]] þar sem Rómverjar knúðu fram sigur eftir harðan bardaga. Að uppreisn Vercingetorixar lokinni hafði Caesar alla Gallíu á sínu valdi og gerði hana að rómversku skattlandi.
 
Caesar skrifaði bók um [[Gallastríðið (Caesar)|Gallastríðið]] sem stóð í 7 ár. Þar réttlætir hann gerðir sínar og er bókin varnarit vegna ásakana frá Róm um að hann hafi farið út fyrir verksvið sitt og verið með óþarfa hernað. Hann segir að sóknir hans og innlimun hafi verið varnarstríð til að bæla niður vandamál í landinu. „Bókin er [[áróðursrit]], full af dulbúnu sjálfhóli til að sanna eigið ágæti, göfugmennsku, hógværð, ráðdeild og kænsku.“<ref>''Veraldarsaga Fjölva'' bls: 149.</ref> Í ''Rómaveldi'' eftir [[Will Durant]] segir „Gallastríð Sesars er ekki einungis varnarrit: Skýrleiki frásagnarinna og hinn fágaði einfaldleiki hefur skipað því á tignarsess í [[latneskar bókmenntir|latneskum bókmenntum]]“.