„René Descartes“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dexbot (spjall | framlög)
m Removing Link GA template (handled by wikidata)
Lína 18:
 
== Æviágrip ==
Descartes fæddist í [[La Haye en Touraine]] (en bærinn heitir í dag Descartes) í [[Indre-et-Loire (sýsla)|Indre-et-Loire]] í [[Frakkland]]i.<ref>Um ævi Descartes, sjá Elmar Geir Unnsteinsson, [http://visindavefur.hi.is/?id=5406 „Hver var René Descartes og fyrir hvað er hann þekktur?“], ''Vísindavefurinn'' 15.11.2005. (Skoðað 30.7.2007), og Douglas Burnham og James Fieser, [http://www.iep.utm.edu/d/descarte.htm#H1 „René Descartes (1596-1650): 1. Life“], ''The Internet Encyclopedia of Philosophy'' (2006) (Skoðað 30.7.2007).</ref> Móðir hans, Jeanne Brochard, lést úr [[Berklar|berklum]] þegar hann var eins árs gamall. Faðir hans, Joachim, var hæstaréttardómari. Þegar Descartes var ellefu ára gamall hóf hann nám hjá jesúítum í hinum konunglega skóla Hinriks mikla í [[La Flèche]]. Að náminu loknu lá leiðin til háskólans í Poitiers, þaðan sem Descartes brautskráðist með gráðu í [[lögfræði]] árið [[1616]]. Faðir Descartes ætlaði honum að verða lögfræðingur.
 
En Descartes starfaði aldrei sem lögfræðingur. Árið [[1618]] gekk hann í þjónustu [[Maurice frá Nassau]] í [[Holland]]i. Descartes hugðist skoða heiminn og uppgötva [[Sannleikur|sannleikann]].