„Bretland“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 217.171.220.251 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Syum90
Lína 70:
[[Mynd:The British Empire1.png|thumb|left|Landsvæði sem á einhverjum tímapunkti tilheyrði breska heimsveldinu.]]
[[Konungsríkið Stóra-Bretland]] varð til þann [[1. maí]] [[1707]]<ref>{{vefheimild|url=http://www.parliament.uk/actofunion/|titill=Welcome|útgefandi=www.parliament.uk|árskoðað=2008|mánuðurskoðað=7. október}}</ref><ref>{{vefheimild|url=http://www.scotshistoryonline.co.uk/union.html|titill=THE TREATY or Act of the Union|útgefandi=www.scotshistoryonline.co.uk|árskoðað=2008|mánuðurskoðað=27. ágúst}}</ref> við sameiningu [[konungsríkið England|konungsríkisins Englands]] (þar með [[Wales]]) og [[konungsríkið Skotland|konungsríkisins Skotlands]]. Þessi sameining kom í kjölfar [[Sameiningarsáttmálinn|Sameiningarsáttmálans]] sem var samþykktur [[22. júlí]] [[1706]] og staðfestur af [[Enska þingið|enska þinginu]] og [[Skoska þingið|skoska þinginu]] sem settu bæði lög um sameiningu ([[Sambandslögin 1707]]).<ref>{{vefheimild|url=http://www.nationalarchives.gov.uk/pathways/citizenship/rise_parliament/docs/articles_union.htm|titill=Articles of Union with Scotland 1707|útgefandi=www.parliament.uk|árskoðað=2008|mánuðurskoðað=19. október}}</ref> Einni öld síðar sameinaðist [[konungsríkið Írland]] (sem var undir stjórn Englands til 1691) við konungsríkið Stóra-Bretland og þá varð ríkið Bretland til með [[Sambandslögin 1800|Sambandslögunum 1800]].<ref>{{vefheimild|url=http://www.actofunion.ac.uk/actofunion.htm#act|titill=The Act of Union|útgefandi=Act of Union Virtual Library|árskoðað=2006|mánuðurskoðað=15. maí}}</ref> Þó að England og Skotland væru aðskilin ríki fyrir árið 1707 höfðu þau verið í konungssambandi frá [[1603]] þegar [[Jakob 6. Skotakonungur]] erfði ensku og írsku krúnurnar og flutti hirð sína frá [[Edinborg]] til [[London]] í kjölfarið.<ref>{{bókaheimild|titill=Chronology of Scottish History|útgefandi=Geddes & Grosset|ISBN=1855343800|höfundur=David Ross|ár=200|bls=56}}</ref><ref>{{bókaheimild|titill=Claiming Scotland: National Identity and Liberal Culture|útgefandi=Edinburgh University Press|ISBN=1902930169|höfundur=Jonathan Hearn|ár=2002|bls=104}}</ref>
 
Á [[18. öld]] var Bretland leiðandi við mótun [[Vesturlönd|vestrænna]] hugmynda á borð við stjórnskipan byggða á [[þingræði]] en landið lagði einnig mikið af mörkum í bókmenntum, listum og vísindum.<ref>{{bókaheimild|höfundur=Niall Ferguson|ár=2003|titill=Empire: The Rise and Demise of the British World Order|útgefandi=Basic Books|ISBN=0465023282}}</ref> [[Iðnbyltingin]] hófst í Bretlandi, umbreytti landinu í efnahagslegt stórveldi og hraðaði mjög vexti [[breska heimsveldið|breska heimsveldisins]]. Líkt og önnur [[nýlenduveldi]] Evrópu var Bretland viðriðið ýmiskonar kúgun á fjarlægum þjóðum, þar á meðal [[Þrælaverslunin á Atlantshafi|nauðungarflutninga á afrískum þrælum]] til nýlendanna í Ameríku. Bretland tók þó afstöðu gegn þrælaverslun með [[Slave Trade Act|lögum settum 1807]], fyrst stórþjóða.
 
Með sigri gegn herjum [[Napóleon Bónaparte|Napóleons]] í [[Napóleonsstyrjaldirnar|Napóleonsstyrjöldunum]] styrkti Bretland verulega stöðu sína og varð langöflugasta [[Floti|flota-]] og efnahagsveldi heimsins á [[19. öldin|19. öld]] og fram á miðja [[20. öldin|20. öld]]. Mestri útbreiðslu náði breska heimsveldið árið [[1921]] eftir að [[Þjóðabandalagið]] veitti því umboð til að stýra fyrrum nýlendum [[Ottómanaveldið|Ottómanaveldisins]] og [[Þýskaland]]s eftir ósigur þeirra í [[Fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjöldinni]]. Ári síðar var [[Breska ríkisútvarpið]] (BBC) stofnað<ref>{{fréttaheimild|url=http://news.bbc.co.uk/aboutbbcnews/spl/hi/history/noflash/html/1920s.stm|titill=The history of BBC News: 1920s|útgefandi=BBC News|árskoðað=2009|mánuðurskoðað=29. nóvember}}</ref> en það varð að fyrsta fjölmiðlinum sem hóf útvarpssendingar á heimsvísu.<ref>{{fréttaheimild|url=http://news.bbc.co.uk/1/hi/world/europe/4375652.stm|titill=Discussion of BBC Empire Service history in Analysis: BBC's voice in Europe|útgefandi=BBC News|dagsetning=25. október 2005|árskoðað=2010|mánuðurskoðað=28. desember}}</ref>
 
Í kjölfar kosningasigurs [[Sinn Féin]] á Írlandi í þingkosningunum [[1918]] braust út stríð milli Breta og írskra sjálfstæðissinna sem lauk með stofnun [[Írska fríríkið|Írska fríríkisins]] [[1921]]. [[Norður-Írland]] kaus þó að vera áfram hluti af Bretlandi.<ref name="CAIN">{{vefheimild|url=http://cain.ulst.ac.uk/issues/politics/docs/ait1921.htm|titill=The Anglo-Irish Treaty, 6 December 1921|útgefandi=CAIN|árskoðað=2006|mánuðurskoðað=15. maí}}</ref> Í kjölfar þessa var formlegu nafni Bretlands breytt til núverandi horfs,
 
Bretland var í liði [[Bandamenn (seinni heimsstyrjöldin)|bandamanna]] í [[seinni heimsstyrjöldin]]ni. Eftir ósigra bandamanna á meginlandi Evrópu á fyrstu ári stríðsins háði Bretland miklar loftorrustur við Þjóðverja sem þekktar urðu sem [[bardaginn um Bretland]]. Í kjölfar sigurs bandamanna var Bretland eitt af þeim þremur stórveldum sem mest höfðu að segja um gerbreytta skipan heimsmála eftir stríðið. Fjárhagur landsins var þó illa farinn eftir stríðið en [[Marshalláætlunin]] og rífleg lán frá Bandaríkjunum og Kanada hjálpuðu til við endurbygginguna.
 
Eftir stríðið var lögð áhersla á uppbyggingu [[velferðarkerfi]]sins í Bretlandi og stofnuð var ríkisrekin heilbrigðisþjónusta sem allir landsmenn skyldu hafa aðgang að. Þá hófst einnig aðflutningur fólks til Bretlands víða að úr fyrrum nýlendum breska heimsveldisins sem gert hefur Bretland að fjölmenningarlegu samfélagi. Útbreiðsla [[enska|ensku]] um allan heim hefur viðhaldið áhrifum bókmennta- og menningararfs landsins en [[poppmenning]] frá Bretlandi hefur einnig haft áhrif úti um allan heim, sértaklega á sjöunda áratugunum. Áherslur í breskum stjórnmálum breyttust talsvert með valdatöku [[Margrét Thatcher|Margrétar Thatcher]] árið [[1979]] þar sem reynt var að auka frjálsræði í viðskiptum og draga úr vægi ríkisvaldsins. Þær áherslur héldu að mestu áfram undir forystu [[Tony Blair]] frá og með [[1997]].
 
Bretland var eitt af tólf löndum sem stofnuðu [[Evrópusambandið]] árið [[1992]] þegar [[Maastrichtsáttmálinn]] var undirritaður. Fyrir stofnun ESB var Bretland aðildarríki [[Evrópubandalagið|Evrópubandalagsins]] frá [[1973]].
 
== Landafræði ==