„Græna gangan“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Alpinu (spjall | framlög)
m →‎Madrid-samkomulagið: Spanish spelling (Jiménez)
Lína 35:
Nú um stundir er [[vopnahlé]] við lýði eftir samkomulag Marokkóstjórnar og Polisario frá árinu [[1991]] þess efnis að leita skyldi lausnar með atkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Sameinuðu þjóðirnar ýttu úr vör friðargæsluverkefni, [[MINURSO]], sem hefur það hlutverk að fylgjast með því að vopnahléið haldi og undirbúa atkvæðagreiðsluna sem enn hefur ekki farið fram. Marokkóstjórn hefur til þessa hafnað öllum hugmyndum að útfærslu á atkvæðagreiðslu, en þess í stað lagt til að landsvæðið fái aukna sjálfsstjórn innan landamæra Marokkó. Slíkum tillögum hefur verið hafnað af Spánarstjórn, Polisario og stjórnvöldum í Alsír.
 
Spánverjar eru milli steins og sleggju þar sem annars vegar tekst á sú viðleitni þeirra að halda góðum samskiptum við Marokkó, grannríki sitt til suðurs sem þess utan deilir landamærum með Spáni við [[Ceuta]] og [[Melilla]], en hins vegar ábyrgð Spánar sem fyrrum nýlenduveldis. Hin hefðbundna afstaða Spánarstjórnar, fram að valdatöku [[José Luis Rodríguez Zapatero|Zapateros]] forsætisráðherra var á þá leið að virða bæri vilja íbúa Vestur-Sahara og að halda bæri atkvæðagreiðslu undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. En samkvæmt gögnum frá [[Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna|bandaríska utanríkisráðuneytinu]] sem birtust á [[Wikileaks]], breytti Zapatero-stjórnin áherslum sínum varðandi almenna atkvæðagreiðslu og studdi þess í stað málstað Marokkó. Í ræðu í spænska þinginu þann [[15. desember]] [[2010]] þrætti þó utanríkisráðherrann [[Trinidad JimenezJiménez]] fyrir stuðning Spánar við málstað Marokkó í málinu og áréttaði að Spánarstjórn væri fylgjandi samningum milli Marokkó og Polisario.
 
== Heimildir ==