Munur á milli breytinga „Menntaskólinn á Akureyri“

ekkert breytingarágrip
m (Uppfærsla vegna breytinga á námskrá)
[[Mynd:Menntaskólinn á Akureyri.jpeg|thumb|Gamli skóli, elsta hús Menntaskólans á Akureyri]]
<onlyinclude>'''Menntaskólinn á Akureyri''' ([[latína]] ''Schola Akureyrensis'') er [[Ísland|íslenskur]] [[framhaldsskóli]] sem er á [[Brekkan (Akureyri)|Brekkunni]] á [[Akureyri]]. Skólinn á sér langa sögu og hafa margir [[Frægð|frægir]] Íslendingar haft viðkomu þar í gegnum tíðina. Í dag er skólinn [[bóknámsskóli]] sem býður upp á fjögurra ára nám til [[stúdentspróf]]s. Frá hausti 2016 býður skólinn upp á sveigjanleg námslok til stúdentsprófs, 3, 3 1/2 eða 4 ár. Skólinn hefur um árabil tekið við öflugum nemendum beint úr 9. bekk grunnskóla.
</onlyinclude>
[[Mynd:Heimavistir Menntaskólans á Akureyri.jpeg|thumb|Sameiginleg [[#Heimavist|Heimavist]] og [[#Nemendagarðar|nemendagarðar]] Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri]]
 
== Námsframboð - ný Námskrá frá 2010 ==
 
Menntaskólinn á Akureyri er hefðbundinn bóknámsskóli sem býður upp á fjögurra ára nám til stúdentsprófs. Skólinn er [[bekkjaskóli]]. Einnig gefst einstaklingum nokkur kostur á valáföngum innan hvers [[svið]]s.
 
Menntaskólinn á Akureyri býður áfram upp á fjögurra ára nám til stúdentsprófs, eða 240 framhaldsskólaeiningar. Námið skiptist í kjarna og val, en val hefur verið aukið í nýju kerfi og er nú um fjórðungur námsins. Nemendur geta ýmist valið sér kjörsviðsgreinar eða áfanga í frjálsu vali. Síðustu stúdentar eftir því kerfi verða brautskráðir 2019.
 
Haustið 2016 verða nemendur innritaðir skv. nýrri námskrá sem býður upp á sveigjanleg námslok. Þá geta nemendur valið sér námstíma frá þremur til fjögurra ára. Þeir sem kjósa þriggja ára leiðina munu brautskrást fyrst 2019. MA hefur lengi haft leið fyrir nemendur til að ljúka stúdentsprófi 19 ára, með því að taka við öflugum nemendum beint úr 9. bekk grunnskóla. Það hefur gefsit afar vel.
 
Á 1. og 2. ári fást nemendur aðallega við kjarnagreinar en lokaárið samanstendur að langmestu leyti af valgreinum. Á fjórða ári er einnig gert ráð fyrir því að allir nemendur vinni að lokaverkefni í samræmi við áhugasvið og áherslur í náminu og er það liður í framúrskarandi undirbúningi fyrir áframhaldandi nám.
Í skólanum er í mörgum greinum lögð áhersla á samvinnu og samþættingu námsgreina. Það hefur um árabil verið svo á ferðamálakjörsviði málabrautar, en verður eftir breytinguna aðgengilegt fleiri nemendum. Íslandsáfangarnir eru samvinnuverkefni margra kennara og þannig hefur enska og landafræði verið kennd saman.
 
Áfram verður samstarf við [[Tónlistarskólinn á Akureyri|Tónlistarskólann á Akureyri]] um tónlistarbraut á Listnámssviði.
 
Ferlar frá og með 2010:
*[[Tungumála- og félagsgreinasvið]]
*[[Listnámssvið (tónlistarbraut)]]
Frá og með nýrri námskranámskrá 2016 verða ferlarnir:
* Félagsgreinabraut
* Mála- og menningarbraut