„Notandi:Berserkur/sandbox“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 28:
[[Flokkur:Sýrlenska borgarastyrjöldin]]
{{s|1999}}
 
 
 
end­ing­ar nota mest allra OECD-þjóða af þung­lynd­is­lyfj­um og er notk­un­in um tvö­falt meiri en meðaltal OECD-þjóða.
 
Ólaf­ur B. Ein­ars­son, verk­efn­is­stjóri hjá Embætti land­lækn­is seg­ir eng­ar hald­bær­ar skýr­ing­ar vera sem geti úr­skýrt þenn­an mun á Íslandi og öðrum þjóðum. Fyllstu ástæða sé til að kanna þenn­an mun, m.a. hvort verið sé að veita hér öðru­vísi þjón­ustu eða hvort eft­ir­lit með ávís­un­um lyfja sé strang­ara í öðrum lönd­um.
 
Árið 2014 fengu tæp­lega 41.000 Íslend­ing­ar, 12,5% þjóðar­inn­ar, ávísað þung­lynd­is­lyfj­um a.m.k. einu sinni á ár­inu. Þetta er tals­vert meiri notk­un en á hinum lönd­un­um á Norður­lönd­um og um­tals­vert meira en í öðrum OECD-lönd­um þar sem meðaltalið árið 2013 var 5,8%.
 
En erum við svona miklu þung­lynd­ari en aðrar þjóðir? „Það er óvíst hvort þetta end­ur­spegli raun­veru­legt al­gengi þung­lynd­is,“ seg­ir Ólaf­ur. Hann seg­ir að í þessu sam­bandi hafi verið bent á að lyf­in séu stund­um notuð við öðru en þung­lyndi, t.d. ADHD. Það skýri þó ekki þenn­an mun á Íslandi og öðrum lönd­um, því það sama er gert í öðrum lönd­um.
 
Erlendar rannsóknir hafa sýnt að tiltekinn fjöldi umferðaróhappa orsakast af lyfjaakstri.
Er­lend­ar rann­sókn­ir hafa sýnt að til­tek­inn fjöldi um­ferðaró­happa or­sak­ast af lyfja­akstri. mbl.is/​Eva Björk Ægis­dótt­ir
Minni geðlæknaþjón­usta hér
Ólaf­ur seg­ir skort á þjón­ustu í geðheil­brigðismál­um geta út­skýrt þessa notk­un að ein­hverju leyti. Töl­ur um geðlæknaþjón­ustu á sjúkra­hús­um bendi til þess að hún sé tals­vert minni hér en á hinum lönd­un­um á Norður­lönd­um, t.d. séu fjór­falt fleiri legu­dag­ar skráðir á geðdeild­um í Svíþjóð en hér. „Reynd­ar erum við hlut­falls­lega með svipaðan fjölda sér­fræðinga í geðlækn­ing­um og ná­grannaþjóðirn­ar. En kannski er verið að þrengja um of að þess­ari þjón­ustu á sjúkra­hús­un­um sem á að sinna þeim sem verst eru stadd­ir.“
 
Árið 2014 fengu um 30.000 Íslend­ing­ar ávísað sterk­um verkjalyfj­um, 33.000 fengu svefn­lyf og 7.500 fengu örv­andi lyf. Ólaf­ur seg­ir að notk­un sterkra verkjalyfja á Norður­lönd­un­um sé hæst á Íslandi. „Verkjalyfja­notk­un er flókið fyr­ir­bæri og sum­ir taka þessi lyf vegna þess að þeir eru að glíma við mjög erfiða sjúk­dóma. En við þurf­um að spyrja okk­ur hvers vegna notk­un­in sé svona miklu al­menn­ari hér en ann­ars staðar.“
 
Að sögn Ólafs hef­ur svefn­lyfja­notk­un hér á landi aðeins dreg­ist sam­an. Hún sé þó enn tölu­vert meiri hér en hjá öðrum Norður­landaþjóðum.
 
Þegar notk­un tauga- og geðlyfja er skoðuð á vef Hag­stofu Íslands sést gríðarleg aukn­ing. Árið 1989 notuðu 12,9% Íslend­inga slík lyf, en 2014 var hlut­fallið komið upp í 35,7%. Þetta er næst­um því þreföld­un. Und­ir þenn­an lyfja­flokk falla m.a. þung­lynd­is­lyf, verkja- og svefn­lyf og kvíðastill­andi lyf. Ólaf­ur seg­ir notk­un þess­ara lyfja einnig hafa auk­ist meðal annarra þjóða, en hún sé hlut­falls­lega meiri hér á landi.
 
Árið 2014 fengu um 30.000 Íslendingar ávísað sterkum verkjalyfjum, 33.000 fengu svefnlyf og 7.500 fengu ...
Árið 2014 fengu um 30.000 Íslend­ing­ar ávísað sterk­um verkjalyfj­um, 33.000 fengu svefn­lyf og 7.500 fengu örv­andi lyf. Ásdís Ásgeirs­dótt­ir
„Mörg þess­ara lyfja eru mis­notuð og marg­ir ein­stak­ling­ar glíma við al­var­lega fíkn vegna þeirra. Marg­ir reyna að fá meira magn en telst eðli­legt með ýms­um leiðum. Í gegn­um tíðina hef­ur það verið vanda­mál að ein­stak­ling­ar fara til margra lækna til að fá ávísað sömu ávana­bind­andi lyfj­um en við hjá Embætti land­lækn­is bind­um von­ir við að aðgang­ur lækna að lyfja­gagna­grunni tak­marki það. Það þarf átak til að þessi mál fara í betri far­veg,“ seg­ir Ólaf­ur.
 
Gæti valdið um­ferðaró­höpp­um
Hann seg­ir að skoða þurfi áhrif þess­ar­ar notk­un­ar eins og hún er í dag á aðra þætti og nefn­ir þá sér­stak­lega hvort rekja megi um­ferðaró­höpp hér á landi til henn­ar.
 
„Er­lend­ar rann­sókn­ir hafa sýnt að til­tek­inn fjöldi um­ferðaró­happa or­sak­ast af lyfja­akstri. Til eru töl­ur frá lönd­um þar sem lyfja­notk­un er tals­vert minni en hér og því er ástæða til að skoða þessi tengsl hér á landi. Mörg ávana­bind­andi lyf hafa ýms­ar verk­an­ir sem geta t.d. skert getu okk­ar til að keyra öku­tæki.“