„Norðhvalur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 47 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q174652
→‎Útbreiðsla og hegðun: meter -> metri (rétt íslenska)
Lína 40:
Norðhval er einungis að finna í [[Norður-Íshaf]]inu og á [[Kuldabelti|kaldtempruðu]] hafsvæði [[Norðurhvel|norðurhvels]]. Norðhvalir skiptast í fimm stofna, sá langstærsti hefur sumardvöl við [[Beringssund]], annar minni stofn er í [[Kyrrahaf]]i við austurströnd [[Síbería|Síberíu]]. Í [[Norður-Atlantshaf]]i eru leifar af þremur stofnum, tveimur við [[Kanada]] og Vestur-[[Grænland]] og einn frá Austur-Grænlandi yfir að [[Novaya Zemlya]]. Suðurmörk síðastnefnda stofnsins lágu um eða norðan við [[Ísland]] á öldum áður; engar heimildir eru um norðhvali við landið frá [[1879]] þegar sást til hans við ísrönd vestur af [[Arnarfjörður|Arnarfirði]].<ref>Bjarni Sæmundsson, 1932</ref>
 
Norðhvalur heldur sig við ísröndina allt árið, fylgir henni norður að sumarlagi og aftur suður þegar haustar. Talið er að hann geti brotið allt að metermetra þykkann ís með hausnum til að komast upp til að anda.
 
Lítið er vitað um fæðuval norðhvals en sennilega étur hann nánast eingöngu [[smákrabbadýr]]. Hann veiðir, eins og sléttbakur, með svo kallaðri sundsíun sem felst i því að synda með opin kjaft svo að sjórinn rennur stöðugt inn að framan og síast út í gegnum skíðin til hliðanna.