Munur á milli breytinga „Maríus“

m
ekkert breytingarágrip
m
m
 
Eftir ræðismannsár hans árið 100 f.Kr. virðist Maríus hafa hugsað sér að setjast í helgan stein en árið 91 f.Kr. braust [[Bandamannastríðið]] út sem var uppreisn ítalskra bandamanna Rómverja gegn stjórnarháttum þeirra. Maríus tók þátt í upphafi stríðsins en þurfti síðan að draga sig í hlé, líklega vegna heilsubrests.
 
Eftir deilur um það hvor þeirra fengi að stjórna hersveitum gegn [[Miþridates VI Pontuskonungur|Miþridatesi konungi í Pontus]] urðu Marius og Sulla bitrir óvinir og tókust á í borgarastríði þar sem þeir skiptust á um að hafa völdin í Rómaborg. Árið 88 f.Kr. náði Sulla völdum í Rómaborg og Maríus flúði en eftir að Súlla hafði yfirgefið borgina, til þess að berjast við Miþridates, bauð öldungaráðið Maríusi að snúa aftur. Maríus stóð þá fyrir miklum pólitískum hreinsunum í Rómaborg þar sem fjölmargir stuðningsmenn Súlla voru drepnir. Árið 87 f.Kr. var Maríus var kjörinn ræðismaður fyrir árið 86 f.kr., ásamt [[Lucius Cornelius Cinna|Luciusi Corneliusi Cinna]], einum helsta stuðningmanni sínum. Maríus lést, 13. janúar 86 f.Kr., 17 dögum eftir að hafa tekið við ræðismannsembættinu í sjöunda skipti.
 
== Arfleifð ==
724

breytingar