„Thomas Jefferson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kat9988 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Kat9988 (spjall | framlög)
Lína 37:
Það var Thomas Jefferson sem keypti Louisiana af Frökkum og tvöfaldaði stærð BNA fyrir 15 milljónir dollara. Hann leyfði Lewis, sem var hernaðarráðgjafi í Hvíta húsinu að fara af stað með könnunarleiðangur yfir svæðin, betur þekkt sem The Lewis & Clark expedition. Sjálfur var Thomas efins um kaupin á Louisiana því hann var ekki viss um að það væri hlutverk ríkisstjórnarinnar að kaupa landsvæði. Það má bæta því við að þessi kaup áttu eftir að kosta marga indíána lífið, þegar landnemar tóku að flæða yfir svæðin.
 
Thomas Jefferson hélt því oft á lofti að allir menn væru jafnir og var opinberlega á móti þrælahaldi. Þó átti hann fullt af þrælum heima á plantekrunni sinni sem er svartur blettur á ferli manns sem kom trúfrelsi og málfrelsi inn í stjórnarskránna.
 
== Neðanmálsgreinar ==